Faglega tekið á málum í Dubai.
1.12.2009 | 13:30
Eins og ég hef skrifað um áður hér á blogginu verður væntanlega lítið mál úr þessari krísu í Dubai. Erlendar skuldir Dubai eru t.d. aðeins um einn þriðji af erlendum skuldum Noregs og innan við 20% af erlendum skuldum Bretlands og langt innan við 10% af erlendum skuldum Íslands, mælt sem hlutfall af landsframleiðslu(GDP). Það er hins vegar eðlilegt að þetta hafi einhver neikvæð áhrif á local hlutabréfamarkað í furstadæmunum. En allar helstu hlutabréfavísitölur heims hafa hækkað talsvert það sem af er degi, þannig að það er nú engin panik í gangi út af þessu á heimsvísu.
En auðvitað er alltaf sú hætta fyrir hendi að þó fjárhagur Dubai sé traustur, þá valdi traustabrestir hræðslu á hlutabréfamörkuðum. Gallinn við hlutabréfamarkaði er nefnilega sá að þar eru það bara hræðsla og græðgi sem ráða för, en ekki staðreyndir og skynsemi.
En sem dæmi um mat á stöðu Sameinuðu arabísku furstadæmanna er þessi frétt um afstöðu Moody´s til lánshæfismats frá því í morgun. Þeim finnst ekki ástæða til að breyta matinu neitt þrátt fyrir að Dubai ætli ekki að veita ríkisábyrgð á óábyrgum lánveitingum fjármálfyrirtækja.
"The ratings agency Moody's has said that the restructuring of Dubai World's liabilities will not threaten the credit quality of the UAE's federal government or the emirate of Abu Dhabi. Both the federal and Abu Dhabi governments are rated 'Aa2' with a 'stable' outlook by Moody's."
Ég held það hefði verið nær fyrir Íslendinga að taka á lítilli fyrirhyggjusemi erlendra lánastofnana og fjárfesta í viðskiptum við íslenska útrásarvíkinga með sama hætti og yfirvöld í Dubai gera. Að segja bara strax að ríkið ábyrgist ekki og borgi ekki það sem því ekki ber. Reyndar var þetta sagt en þá vildi enginn taka mark á þeim manni sem það sagði, heldur var ákveðið að gera þveröfugt og borga þess í stað allt sem beðið yrði um, þó það sé miklu meira en nokkrar reglur krefjast. Það væri gaman að vita hvað þessi vingulsháttur og aumingjaskapur er búinn að kosta Ísland mikið í afskrifuðu trausti og niðurfærðu lánshæfi.
Hlutabréfavísitölur falla við Persaflóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.