Er jafnrétti alltaf til bóta?

Þegar maður les þessa grein vaknar þessi spurning, er jafnrétti alltaf til bóta? Það er nefnilega ljóst að þau norðurlönd sem fara verst í þessari kreppu sem nú gengur yfir eru Ísland og Finnland og það eru einmitt sömu löndin og hafa náð lengst í jafnrétti kvenna í stjórnmálum. Í þessum löndum einum er hlutur kvenna í ríksstjórn 50% eða meiri. Og það norðurlandanna sem sleppur best frá kreppunni er einmitt sama land og er styst komið varðandi jafnrétti í stjórnmálum, Noregur.

Og af þessum sökum veltir maður fyrir sér hvort þetta sé tilviljun eða hvort eitthvert samhengi sé þarna á milli.

Getur t.d. verið að konurnar í ríkisstjórnum forðist að taka á peningamálum en einbeiti sér frekar að velferðarmálum og menntamálum. Ef svo er þá eru einfaldlega færri sem eru að ráðskast með fjármálin og færri sjónarmið vegin í þeirri umræðu. Það væri eðlilegt að slíkt leiddi oftar til verri niðurstöðu.

Eða gæti verið að hin margumtalaða hagsýni kvenna sé fremur kreppukvetjandi en hitt og auki því fremur vandann en að leysa hann.

Eða gæti kannski verið að það að finna bara einhverjar konur til stjórnmálaþáttöku hafi leitt til þess að kvennakvótar hafi verið uppfylltir án þess að horft sé til gæða eða mannkosta viðkomandi einstaklinga og því séu kvenmargar ríkisstjórnir einfaldlega með of litla reynslu og of lága greindarvísitölu til að ráða vel við verkefnin.

Þetta eru kannski vangaveltur sem eiga ekki upp á pallborðið hjá mörgum þannig að ég ætla að stoppa hér. Geri ráð fyrir að eðlilegasta skýringin á þessu sé bara eintóm tilviljun. Tilviljanir geta verið svo skemmtilegar og undarlegar.


mbl.is Atvinnulífið eftirbátur þegar kemur að jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband