Aumingjaskapur.

Þessi fjárlaganefnd er nú meiri eymdin. Málið er að það skilja það allir ágætlega nema kannski fjárlaganefnd og ríkisstjórnin að ríkissjóður stefnir hraðbyri í greiðsluþrot. En þá ákveður þetta lið að tala um að þjóðarbúið stefni ekki í greiðsluþrot. Hvaða fyrirtæki er þetta fjandans þjóðarbú. Ég vil að menn tali um eitthvað sem er allavega til á pappír. Þjóðarbú er eitthvað sem hefur ekki kennitölu og er ekki sjálfstæður lögaðili. Taliði um eitthvað sem er til.

Og málið er að það er ekki bara ríkissjóður sem er í dauðateygjunum, heldur á að niðurskera og skattleggja allt og alla þannig að ekkert verði eftir með lífsmarki þegar þessari vitleysu lýkur. En þetta breytist víst ekki þó allir sjái hvert stefnir. Þjóðin kaus og ákvað að treysta á þetta lið og AGS. Við hinir sem vildum annað erum svo dregnir með í þennan óþarfa efnahagsdauða, þannig er lýðræðið.


mbl.is Ekki hætta á greiðsluþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband