Þjóðfundur á morgun.
13.11.2009 | 20:09
Það var umfjöllun um þjóðfund sem hefst á morgun í Kastljósinu áðan. Þar kom fram að fyrsta verkefnið á fundinum er að koma með tillögur að nýjum gildum fyrir Ísland til að byggja framtíðina á. Ég ætla nú bara að koma með mitt innlegg í þessa umræðu hér, því ég held það verði nú auðvelt að svara því hver þessi nýju gildi verða í meginatriðum, þ.e. grunnatriðin sem annað byggir svo á. Að mínu mati verða þau þessi:
1. Að hefja gömul og góð gildi til vegs og virðingar á ný, heiðarleika, dugnað, hófsemi, samhjálp og svoleiðis gildi.
2. Að læra af reynslunni.
Ég tel allavega að framtíð Íslands þurfi ekki á mikið flóknari grunni að halda. Verði byggt á þessum atriðum ætti að takast vel til. Og það sem fór nú helst úrskeiðis hjá okkur á undanförnum árum var að mínu mati að menn gáfu akkúrat þessum gildum langt nef og þóttust vita betur.
Svo koma eflaust alls konar önnur gildi líka, langanir, draumar og áherslur, en það verða líklega mest tæknileg atriði og útfærslur sem verða að vera í samræmi við þetta tvennt sem ég tiltók hér að ofan.
Og þar með hef ég afgreitt fyrir mitt leyti þessa fyrstu spurningu sem leggja á fyrir þjóðfundinn. En það væri gaman ef fleiri hafa skoðun á þessu, að fá að heyra hvað menn hafa til málsins að leggja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.