Þar féll hann í ónáð hjá kommúnistastjórninni.

Það gengur nú ekki að ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum sé að skamma vinnuveitanda sinn fyrir rugl og hringlandahátt og spillingu og aumingjaskap. Nú hlýtur Mats Josefsson að vera fallinn í ónáð hjá kommúnistastjórninni. Ég hef það allavega frá Gróu á Leiti að sést hafi til Steingríms J. vera að æfa rassaspark á fjallgönguskónum áðan, þannig að sennilega munum við fyrir vikulokin sjá skófar Steingríms aftan á herra Josefsson.

Og ég býst ekki við að leitað verði til Svíþjóðar eftir fleiri ráðgjöfum fyrst þessi gefur engin önnur ráð en að fá ríkisstjórn sem er ekki kolrugluð og getur gert eitthvað. Það verður gaman að sjá hvert verður leitað næst til að finna ráðgjafa sem getur stutt við þessa ríkisstjórn í gagnsleysi sínu og spillingu, kafla II.


mbl.is Josefsson gagnrýnir seinagang stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Kolrugluð ríkisstjórn" ??

 Elsku strákurinn ! - Vissirðu ekki að allsstaðar þar sem vinstri stjórnir hafa náð völdum, léta þær fólk til vinnu, og með tímanum verða þar kakan ávallt minni og minni !

 Hvernig á annað að vera, þegar jafnvel formaður þingflokks vinstri-grænna er komin í FÆÐINGARorlof !

 Hvernig má þetta vera ? Konan er GIFT annarri konu !!

 Þú sem skattborgari greiðir "orlofið" - það er huggun harmi gegn !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Kalli Sveins.

Þetta er auðvitað allt rétt hjá þér. En við höfum báðir gleymt að fæðingarorlof þingflokksformanns VG er sennilega fæðingarorlof aldarinnar á Íslandi, því með því verður stjórnin líklega einu atkvæði nær að samþykkja Icesave samninginn. Nú þarf bara að koma Ögmundi og Lilju Mó. í einhvers konar fæðingarorlof líka. Þá er öruggt að fæðast mun þessi Frankensteinættaði Icesavesamningur sem hinir gömlu aðdáendur Frankensteinhugmyndafræðinnar, þau Svavar Gestsson, Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, eru búin að berjast við að leggja á þjóðina eins og álög.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband