Virkar þessi frasi ennþá?

Það er alveg rétt hjá Steinunni V. að það má segja að yfir standi hreingerning eftir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Og raunar eftir Samfylkinguna líka, hún var virkur þáttakandi á hátindi sóðaskaparins síðustu misserin fyrir hrun.

En þetta vita nú allir og þessi frasi Steinunnar er algjörlega tilgangslaust yfirklór til að afsaka áframhaldandi spillingarsóðaskap eigin flokks. Málið er að henni tekst ekki að þrífa neitt því hún er enn að þrífa með sama skítuga spillingarliðinu og sóðaði allt út fyrir hrun. Þetta lið kann bara að sóða út en ekki að þrífa, þess vegna fer sóðaskapurinn vaxandi og þjóðin fær að vaða pólitískt skolp upp undir hendur.

Ef Steinunn og hennar flokkur geta ekkert gert annað en að láta reka á reiðanum áfram og gera það sem sóðarnir og AGS leggja fyrir, þá hafa þau enga ástæðu til að kvarta þó stjórnarandstaðan hrópi ekki þrefalt húrra fyrir ríkisstjórninni á hverjum morgni í þinginu.


mbl.is Lýðskrum af verstu sort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Heyr...

Axel Þór Kolbeinsson, 11.11.2009 kl. 14:15

2 identicon

Til gamans má geta þá er Samfylkingin búin að vera í sl. þremur ríkisstjórnum og hvar erum við stödd í dag?

nonni (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 14:24

3 identicon

Nonni http://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%ADkisstj%C3%B3rn_%C3%8Dslands

Atli Már (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband