Ólafur Ragnar síðasti forseti Íslands.
11.11.2009 | 08:54
Jæja, nú er komið að því að kjósa fyrsta forseta ESB. Þá er orðið fullmótað það embætti sem tekur við af embætti forseta Íslands ef vilji Samfylkingar um inngöngu Íslands í ESB nær fram að ganga.
Það verður þá líka heilmikið afrek hjá Ólafi Ragnari ef hann nær að þaulsitja Bessastaði svo að hann nái að verða síðasti forseti Íslands. Líklega er það þetta markmið sem fær hann til að láta eins og hann hafi aldrei gert nein skammarstrik í embætti. Hann gerir sér greinilega grein fyrir því að það embætti sem hann situr fastur í fyrir stöðuga áeggjan þjóðar sinnar verður fullkomlega óþarft þegar Forseti ESB hefur verið valinn og Ísland er komið í ESB. Eða höfum við eitthvað að gera með marga forseta?
Ég hlakka til að heyra áramótaávarpið á "Belgísku" innan tíðar, enda viss um að ég muni skilja boðskapinn betur en þann sem ég hef heyrt frá Ólafi Ragnari undanfarin ár.
ESB fær forseta í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.