Skynsamlegt mataræði á ögurstundu.

Ég rakst á frétt, eða upplýsingar, um mat sem fólki er ráðlagt að borða til að létta lundu og bæta andlegt geð í kreppunni. Kannski veitir ekki af öllum ráðum til þess, þannig að ég læt hér koma það helsta úr þessu.

Appelsínur, sítrónur og aðrir sítrusávextir. C vítamínið í þessu á að hjálpa fólki til að ráða betur við stress með því að draga úr stress hormónum.

Hnetur, efni í þeim hafa víst góð áhrif. Hneturnar auka ekki blóðsykurinn eða auka á skapsveiflur eins og sumt annað sem fólk borðar.

Blaðmikið grænmeti, t.d. kál og spínat, getur víst dregið úr þunglyndi og jafnvel aukið blóðstreymi til heilans sem er víst af hinu góða.

Feitur fiskur, eins og lax, makríll og sardínur hefur talsvert af Omega 3 fitusýrum sem eru til þess fallnar að draga úr þunglyndi og aldurstengdu minnisleysi. Á þessum tímum vil ég einmitt draga úr minnisleysi almennings gagnvart sviknum kosningaloforðum og annarri lygaþvælu sem hefur fallið eins og skriða á þjóðfélagið þannig að ég hvet alla til að borða vel af Omega 3 fæðu. Ef mig misminnir ekki er líka dálítið af Omega 3 í íslenskum eggjum frá fiskimjöli í hænsnafóðrinu þannig að þar er enn ein uppspretta af þessu góða efni.

Svo að lokum eru það þurrkuð kirsuber. Þau bæta líka minnið, draga úr heilaskemmdum og róa stressið.

Hér er svo tenging á upphaflegu fréttina.

http://health.yahoo.com/featured/57/the-best-get-happy-foods/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að benda á þetta allt saman og er ég fullviss um að þessar leiðbeiningar hjálpi fólki eitthvað. Hef góða reynslu af þessu sjálf.

Gurra (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband