Hef áður birt vísu sem lýsir þessu ágætlega, hér kemur hún aftur.
7.11.2009 | 08:55
Ég er svo heppinn að heyra oft vísur, misgóðar að vísu, um eitt og annað sem er í fréttunum á hverjum tíma. Ekki er langt síðan ég birti eina í tilefni af fréttaflutningi sama eðlis og hér er. Hún á því alveg jafnvel við um þessa frétt og er ágætis áminning um fleira sem eflaust á eftir að koma upp á yfirborðið.
Vísan er svona.
Ljúga, svíkja, pretta og stela,
víða eru sýkingar.
Ennþá hafa margt að fela,
bankamenn og víkingar.
Skulda milljarð út á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vantar ekki höfuðstafi í þetta svo að vísa geti talis
ós (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:39
Jú, jú, það vantar margt í þetta. Mætti vera miklu betra. Þessar vísur sem ég hef verið að birta eru alveg jafn götóttar og það sem þær fjalla um.
Jón Pétur Líndal, 7.11.2009 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.