Trassaskapur hjá Yfirdýralæknisembættinu?

Þegar maður heyrir fréttir af veikindum í svínum og loðdýrum undanfarið hvarflar að manni að hjá Yfirdýralækni sitji menn frekar yfir skýrslum og pappírsstússi en að sjá til þess að gerðar séu ráðstafanir til að koma í veg fyrir sjúkdóma eða að bregðast við þeim þegar þeir koma upp. Embættið virðist t.d. ekki geta tryggt að starfsfólk á svínabúum sé bólusett gegn svínaflensu þó full þörf sé á slíku og starfsmenn búanna hafi verið í forgangshópi varðandi bólusetningu. Þá herma fréttir að á loðdýrabúi í Skagafirði sé bústofninn að drepast hratt úr veikindum án þess að nokkur lyf berist til að bregðast við því.

Ég stóð um árabil í rekstri þar sem ég átti allt undir því að pappírstígrarnir hjá Yfirdýralæknisembættinu fengju að nota stimpla sína og vald eins og þeim þóknaðist þannig að ég veit að þarna elska menn að leysa hlutina á pappír. En það er að mínu mati bölvaður trassaskapur að embættið skuli reynast alveg gagnslaust þegar upp koma alvarleg vandamál í búrekstri sem ekki verða leyst með pappírsvinnu einni.

Ég vil því hvetja Halldór Runólfsson yfirdýralækni til að reka stórutána í sitt starfsfólk og reyna þannig að hvetja það til að leysa alvöru vandamál eða að öðrum kosti að láta stórutána fylgja því til dyra svo hægt sé að rýma til og manna embættið með hæfara fólki. Íslendingar hafa ekki efni á því núna að halda úti fokdýrum embættum sem ekki sinna hlutverki sínu almennilega.

Bæti hérna við þetta vísu sem ég heyrði þegar þetta var til umræðu áðan.

Svínaflensa og loðdýradauði,
leysist best með skýrslu á borði.
Segir pappírstígurinn ráðasnauði,
sem stuðlar þannig að kvikfjármorði.


mbl.is Grunur um svínaflensu í svínabúi í Eyjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband