Mikill stuðningur við ESB aðild. - Áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld.

Ég er nú satt að segja alveg steinhissa á að það skuli nú samt vera 29% sem eru hlynnt inngöngu í ESB. Það er gríðarlega mikill stuðningur miðað við allan vinskapinn sem "vinir" okkar í Evrópu sýna okkur um þessar mundir og hafa gert frá því sumir þeirra settu á okkur hryðjuverkalög í fyrra. Ástæðan hlýtur að vera sú að það eru ca. 29% íslensku þjóðarinnar sem eru búin að fá þvílíkt ógeð á íslenskum stjórnvöldum að það skiptir fólkið meira máli að losna undan ofríkinu hér heima heldur en vandamálin sem fylgja inngöngu í ESB. Þegar svona margir vilja kyssa vöndinn með stuðningi við ESB aðild eftir hryðjuverkalög, Icesave nauðungina og alls kyns háðung og ofríki af hendi ESB þjóða undanfarið þá er eitthvað mikið að hér heima fyrir. Þessi 29% stuðningur við ESB er því að mínu mati mikill áfellisdómur fyrir íslensk stjórnvöld og stjórnsýslu.


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er fífl

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það sem ég er hræddastur við er neðanjarðar undirbúningur sem er gerður án vitundar þjóðarinnar. Það eru nefnilega þegnar sem eru nýkomnir á aldur. Þessum þegnum verður smalað saman og bent á gull og grænuskóganna sem bíða þeirra. 

Valdimar Samúelsson, 5.11.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ég held reyndar að það væri gott að komast í ESB alveg óháð hversu þreyttur ég er orðinn á þessum blessuðu íslensku ráðamönnum, sem allt þykjast kunna betur en útlendingar...en klúðra samt öllu.

Eyjólfur Sturlaugsson, 5.11.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

þessar fréttir koma ekki á óvart..það var jú samfylkingin sem vildi í ESB. Svo fyrir hana er þetta vissulega sorgartími. Ekki meir en 29.prósent fylgi hlítur að vera brotthvarf frá því sem var.. var ekki meiri stuðningur sem samfylkingin fékk í kosningunum. Mig minnir það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.11.2009 kl. 23:04

5 identicon

Þetta er ekkert skrýtið.  Þessi 29% er allt Samfylkingarfólkið sem kaus þann flokk í vor og ekkert annað. 

Annað og skynsamlegt fólk vill ekkert með ESB hafa eftir alla útreiðina sem við höfum fengið af ESB.

Axel Fr. Magnússon (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband