Alls staðar sama villimennskan.

Þetta er eflaust alveg rétt sem Lévi-Strauss fann út, að enginn grundvallarmunur væri á frumstæðum ættbálkum annars vegar og þróuðum samfélögum hins vegar. Alls staðar ríkir sama villimennskan. Í þróuðu samfélagi er hún bara í öðru formi og víðtækari, er það ekki þróun?
Mannlegt eðli er alls staðar keimlíkt, það eru bara aðstæður og möguleikar til að beita því sem eru mismunandi.

Gott dæmi um þetta eru íslenskir víkingar. Fyrir 1100-1000 árum síðan þá tóku þeir undir sig fjármuni með vopnavaldi, drápum og hernaði. Það var frumstæða útgáfan.
Nú undanfarið hafa þeir sölsað undir sig ómældu fé með flóknum fjármálagerningum, lagaflækjum, markaðssetningu og sauðshætti stjórnvalda. Það er þróaða útgáfan.

Á þessu sést skýrt að mannlegt eðli fer ekki eftir því hvort samfélagið er þróað eða ekki, eðlið þróast sem sagt ekki.

Þetta var Lévi-Strauss löngu búinn að finna út, betur að þróun samfélaga hefði tekið eitthvað mið af þessari vitneskju. Eða kannski er það einmitt þannig.


mbl.is Lévi-Strauss látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum jú dýr fyrst og fremst

Óskar (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 18:50

2 identicon

Óskar minn,

   Nei, það er nú ekki alveg rétt. Við erum menn fyrst og fremst, eða það myndi ég halda

   Þetta eru í besta falli skemmtilegar pælingar, og of auðvelt að komast að hinu gagnastæða. Ég geri ráð fyrir að þú sért bara að bulla, en það er líka allt í lagi. Það er manna siður hér á netinu

Bárður (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband