Hvað kostar að halda úti öllum þessum greiningardeildum?

Maður veltir fyrir sér til hvers er verið að halda úti þessum greiningardeildum bankanna. Ég man ekki eftir að nein þeirra hafi nú séð fyrir hrunið í fyrra og fall bankanna sem þessar greiningardeildir voru hluti af. Hefðu þó átt að vera hæg heimatökin að greina hvert þeirra eigin rekstur stefndi. En þess utan minnir mig að í hátt í áratug hafi trendið í spám þeirra verið lækkandi verðbólga og stöðugleiki, og í seinni tíð spár um lækkandi vexti. Ekkert af þessu hefur gengið eftir, fjarri því.

Það er því algjör fíflagangur ef einhver fer að taka mark á þessum greiningardeildum núna. Best væri að leggja þær niður og spara peninga fyrst þetta er komið undir ríkishattinn hvort eða er. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hljóta að geta greint eigin vandamál jafnvel og þessir grínklúbbar í bönkunum.


mbl.is Telja ólíklegt að ríkissjóður lendi í greiðslufalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband