15000 vinnandi hendur farnar.

Með því að renna lauslega í gegn um tölur Hagstofunnar má sjá að af þeim hluta landsmanna sem var á aldursbilinu 20-63 ára í ársbyrjun 2009 vantar nú 7.471 einstakling, þegar frá þessum hópi hefur verið dreginn sá fjöldi sem hefur dáið frá 1. janúar 2009.  Þessir 7.471 hafa flutt burt af landinu.  Hér er þetta sundurliðað í fjölda og prósentur til frekari útskýringar.

brottfluttir.png

Er þetta landflótti eða ekki?  Það er stór spurning.  Kannski er best að skoða prósentutölur til að meta það.  Skv. prósentureikningi þá eru nokkrir árgangar þar sem 7-8% árgangsins hafa flutt burt. 

Það er merkilegt að í hverjum einasta árgangi á þessu aldursbili 20-63 ára hefur landsmönnum fækkað umfram eðlilegar skýringar, þ.e. umfram þá sem hafa dáið.

Augljóslega er öll fjölgun landsmanna bundin í fólki undir 20 ára aldri.  Það er gott að því leyti að nóg er af efniviði til að styrkja landsbúskapinn á komandi árum.  En það er líka slæmt að framfærsla og menntun þessara ungu Íslendinga hvílir á herðum færri vinnandi manna en áður.  Og svo veit enginn hvað við tekur hjá þessu fólki á næstu árum þegar það lýkur námi og fer á vinnumarkað.  Fer það að stórum hluta úr landi eins og fólk hefur verið að gera undanfarin ár?  Það þarf að laga margt á Íslandi ef þetta fólk á að haldast í landinu.


mbl.is Margir flytja áfram frá landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband