Er einhver annar en Ástþór með stefnuskrá?

Það er gott að frambjóðendum fjölgar dag frá degi.  Sá eini sem enn hefur komið fram með markaða stefnu sýnist mér vera Ástþór Magnússon, sjá www.forsetakosningar.is.  Nú verður spennandi að sjá hvort fleiri frambjóðendur hafa eitthvað málefnalegt fram að færa eða hvort þetta verður bara fegurðarsamkeppni með bikini, samkvæmiskjólum og tárum.

Astthor


mbl.is Þóra ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástþór vill vel og hefur hjartað á réttum stað, en ofmetur eigin getu svo mjög að það er sorglegt, og skortir þekkingu þá og upplýsingu sem er nauðsynleg hverjum sem vill ná að hafa nein jákvæð áhrif á heiminn.

Þóra hefur hana ekki heldur, og líklega persónuleika og lundarfar af því tagi að hún mun aldrei afla sér hennar eða sækjast eftir henni. Hún er of södd og sæl þar sem hún er. Ofalin og full af veraldlegum metnaði, en hefur lítinn andlegan eða siðrænan metnað. Hún er ung og fáfróð, skóluð, en óupplýst.

Hin konan er mun virðingulegri kostur.

Ólafur Ragnar Grímsson er afar takmarkaður maður, sem hefur batnað í gegnum það að leita sér sannrar þekkingar, ráða hjá nokkrum bestu ráðgjöfum heims (en hann hefur meðal annars aðgang að ráðgjöfum Clintons) að vera vel giftur. Ef ekki væri fyrir sambönd konu hans, sem meðal annars er einkavinkona Hillary Clinton, sem hefur talað okkar máli ásamt manni sínum út um allan heim (og furðulágt farið á dögum Samfylkingarinnar), en án aðstoðar þessa fólks og fleiri, og þeirrar þekkingar sem Ólafur hefur nú en hafði ekki áður, væri þjóðin einfaldlega dauð og komin í gröfin og orðin að háðung meðal allra þjóða, skuldsett sem þriðja flokks Afríkuríki og undir hæl fyrrum nýlenduherra. En það eru önnur öfl hér í heimi sem vilja okkur vel, ólíkt þeim sem stjórna um þessar mundir (en mun komið frá völdum) í ESB. Icesave hefði verið endalok virðingar okkar og stöðu meðal þjóðanna og þá hefði hafist upp skrýpaleikur sem fór aldrei af stað afþví hann var stöðvaður í tæka tíð, sem hefði gert okkur að leppríki annarlegra afla um alla framtíð.

Bigger Picture (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 11:42

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir athugasemdina Bigger Picture.

Þetta er ágætt innlegg í umræðuna en segir fátt annað en það sem allir vita, að enginn frambjóðandi er fullkominn, ekki frekar en kjósendur sjálfir.

Ég er nú í blogginu bara að velta fyrir mér hvort aðrir frambjóðendur en Ástþór hafi eitthvað fram að færa - einhverja stefnuskrá eða tilgang með framboðinu annan en að hafa það næs sjálfir. Enn sem komið er sé ég hvergi grilla í neitt innihald nema hjá Ástþóri. Hann má eiga það að hann er enn með sömu stefnumál og 1996 eins og hann kynnti þau í bókinni "Virkjum Bessastaði". Síðan hefur því miður flest farið á þann veg sem hann óttaðist. Ólafur Ragnar hefur hangið á Bessastöðum allan þennan tíma og aldrei gert neitt af viti nema þegar hann hefur verið króaður af úti í horni af brjáluðum landslýð. Þá hefur hann leyft lýðnum að kjósa um 3 mál til að bjarga eigin skinni. Og við megum hafa í huga að aukið lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki uppfinning ÓRG, þetta verklag boðaði Ástþór í bók sinni 1996. Ólafur er hins vegar eins og sumir útlendir forsetar þessa dagana, skreytir sig með stolnum fjöðrum þegar hann þykist hafa fundið upp þetta verklag. Nýir frambjóðendur á þessum markaði virðast helst boða að þeir ætli að gera það sama og Óli en helst minna af því. Er það það sem við þurfum? Fleiri dauðyfli að skemmta sér á okkar kostnað, gerandi ekkert gagn nema þegar lýðurinn hópast að þeim með kröfuspjöld í bakgrunni til að krefjast aðgerða?

Á meðan aðrir frambjóðendur koma ekki með sterkari og betri stefnu en Ástþór þá er hann að sjálfsögðu besti kosturinn sem boðið er upp á í þessum kosningum.

Jón Pétur Líndal, 4.4.2012 kl. 19:09

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég mun kjósa Þóru :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.4.2012 kl. 23:47

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Anna og takk fyrir athugasemdina. Má ég spyrja af hverju þú munir kjósa Þóru?

Ég tek fram að ég hef ekkert út á hana að setja í sjálfu sér en sé heldur engin rök fyrir að kjósa hana, enn sem komið er allavega.

Jón Pétur Líndal, 5.4.2012 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband