Verður Stefán Jón frambjóðandi ríkisstjórnarinnar?

Það er augljóst mál að fjölmiðlasamsteypa Jóns Ásgeirs hefur hug á að endurtaka leikinn frá því hún kom Ólafi Ragnari Grímssyni til valda 1996. Nú styður samsteypan hins vegar ekki Ólaf Ragnar lengur. Í gær mátti sjá augljós merki um leit fjölmiðlanna að nýjum frambjóðanda. Á Bylgjunni var skoðanakönnun þar sem fólk var spurt um hvern það vildi sjá sem forseta. Þóra Arnórsdóttir var þar í boði ásamt Stefáni Jóni og Elínu Hirst. Einnig var Ólafur Ragnar hafður með í könnuninni, væntanlega til að meta hvaða möguleika hugsanlegir mótframbjóðendur hafa gegn honum.

Núna áðan var búið að breyta könnuninni þannig að nú er spurt um stuðning við annars vegar Rögnu Árnadóttur og hins vegar Ólaf Ragnar. Það bendir til að enginn af þeim sem fyrst voru hafðir í könnuninni hafi komið nógu sterkt út í samanburði við Ólaf Ragnar. Því virðist nú sem svo að Jón Ásgeir ætli að gera Rögnu Árnadóttur tilboð sem hún geti ekki hafnað hafi hún talsverðan stuðning kjósenda í skoðanakönnunum. Jón Ásgeir getur að sjálfsögðu boðið sínum frambjóðanda öflugan auglýsinga og umfjöllunarstuðning auk þess sem hann getur beitt fjölmiðlunum af afli gegn öðrum frambjóðendum.

En líklega verður ekki af framboði Stefáns Jóns, nema stjórnarflokkarnir sameinist um hann sem sinn frambjóðanda. Hann er auðvitað samfylkingarmaður og það væri ekkert nýtt þó VG gegni samstarfsflokknum og kjósi frambjóðanda hans í komandi kosningum.


mbl.is Stefán Jón: Auðvitað vil ég gera gagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband