Fjórfrelsið á útleið úr ESB?

Það er komið upp smá vandamál í ESB. Frakklandsforseti er óánægður með grundvallarþátt nr. 1. í fjórfrelsinu. Hann vill hefta frjálsa för fólks til Frakklands. Nú er það baráttumál hans að losa Frakka undir fyrsta atriði fjórfrelsins.

Þetta virðist vera nýjasti naglinn í líkkistu ESB, rekinn í kistuna af forseta Frakklands. Þó svo að þetta sé kosningamál hjá honum núna og hann ætli sér kannski að gleyma þessu eftir kosningar þá er þetta þess eðlis að ef hann kemur því inn hjá þjóðinni að höft á straum útlendinga til landsins muni koma innfæddum til góða í efnagslegu og atvinnulegu tilliti, þá munu kjósendur ekki verða til í að gleyma þessu eftir kosningar. Nú harðnar á dalnum í Frakklandi eins og annars staðar og kjósendur gera kröfur um úrbætur. Því mun þessi hugmynd nokkuð örugglega marka nýja stefnu Frakklands í þessum málum innan ESB fremur en að setja einungis mark á kosningabaráttu Sarkozy.


mbl.is Sarkozy: „Of margir útlendingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallinn er bara að blaðra og bull korter fyrir kosningar, svo gleymir hann þessu á morgunn...Hann meinar ekki orð.

z (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband