Var þetta rétta spurningin?
6.3.2012 | 09:52
Auðvitað getur það ekki verið ólöglegt að frambjóðandi bjóðist til að greiða fyrir vinnu vegna framboðsins. Það er kjánalegt að spyrja Sigurð Líndal um það.
Hefði ekki frekar átt að spyrja hann hvort það sé löglegt að leyna fólk þeim hagsmunatengslum sem búa að baki framboðum og frambjóðendur þurfa að gjalda fyrir nái þeir kjöri? Þá er ég að vísa í hagsmunatengsl Ólafs Ragnars og fjölmiðlasamsteypu Jóns Ásgeirs þegar sá fyrrnefndi var kjörinn forseti 1996. Þau tengsl reyndust þjóðinni ekki farsæl. Nú er Ólafur aftur kominn með stuðningsmenn en það hefur ekki komið skýrt fram til hvers þeir ætlast af honum í staðinn fyrir stuðninginn.
Ætti það ekki að vera krafan núna að allir frambjóðendur séu einmitt með kosningabaráttu sína gagnsæja. Að kostnaður við framboðin og hagsmunatengsl vegna þeirra séu uppi á borðum. Ástþór á skilið hrós fyrir sína aðferð. Tökum hann til fyrirmyndar í þessu, tökum nú nýja Ísland á þetta til tilbreytingar.
Spánarboðið ekki ólöglegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svartur á leik
Krímer (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.