Árið fór til spillings, vona að völvuspáin gangi eftir.

Ég skil ekki hvað fjölmiðlamenn eru að púkka upp á þetta lið með endurteknum síldarþáttum og dekri. Boðskapur Jóhönnu og Steingríms er enginn, tími þeirra er liðinn, þau hafa ekkert jarðsamband, enga tengingu eða samhljóm með almenningi á Íslandi.

Staðreyndin er sú að árið 2010 fór alveg til spilli(ng)s.

Steingrímur og Jóhanna sviku áfram flest allt sem þau lofuðu fyrir síðustu kosningar. Þau reyna ítrekað að klína á þjóðina kostnaði við rekstur gamalla mafíufélaga sem rændu allt og rupluðu hér um nokkurra ára skeið.

Allir helstu glæpamenn landsins ganga áfram lausir og frjálsir á sama tíma og þeir sem gagnrýna lausagönguna af krafti eru boðaðir til lögreglu vegna gagnrýni sinnar.

Landsmenn eru vitlausir og skrifa daglega greinar í blöð og vefmiðla um að höft muni hneppa þjóðina í ánauð. Staðreyndin er sú að of mikið frelsi er búið að hneppa þjóðina í ánauð og það sem mest liggur á að gera er að hefta umtalsvert frelsi þeirra sem misnotuðu tækifærin sem þeir fengu þegar pólitískir vinir gaukuðu að þeim bönkum og fleiri góðum ríkisfyrirtækjum að launum fyrir pólitískan stuðning.

Þjóðin er svo vitlaus að hún kýs enn til valda gamalgróin spillingarbæli og valdaklíkur. Klíkan sem komst að 2009 hefur fengið býsna góðan starfsfrið á árinu 2010.
Þjóðin lærði ekkert um pólitík á árinu. Það bauðst tækifæri til þess í stjórnlagaþingskosningum en þjóðin sniðgekk það að mestu.
Reykvíkingar kusu að vísu nýjan borgarstjóra á árinu og fylgi einhver flokkur með í dílnum. En varla er hægt að segja að vit sé í borgarstjóranum, hvað þá flokknum. Enda ræður Samfylkingin öllu sem máli skiptir í borginni núna. Það má segja að það hafi verið góður díll fyrir Dag Eggertsson að fá völdin í borginni og að ná samkomulagi við Jón Gnarr um að svara hálfvitalega fyrir kosningasvikin. Mér þykir líklegt að þar uni báðir vel við sitt. En borgarbúar sitja í sömu súpunni og áður.

Það fjölgar jafnt og þétt í biðröðum eftir mat, skattar hækka, vinna minnkar, skuldir almennings aukast. Verðlag á uppleið og ríkisstjórnin passar að enginn samdráttur verði í verðbólgunni með því að demba á ýmsum skattahækkunum núna um áramótin þegar ýmsar mælingar voru farnar að sýna að þessi óðaverðbólga væri að hjaðna. Allt er á niðurleið ennþá hjá almenningi.

Það er enn reynt að klína Icesave á þjóðina. Allt árið var samninganefnd að störfum við að finna samning sem hægt yrði að troða upp á saklaust fólk.

Árið 2010 er svo sannarlega enn eitt ár spillingar og glataðra tækifæra.

Nú er það mín von að völvuspá Vikunnar gangi að mestu eftir. Þar er spáð fjársjóðsfundum á árinu og alvöru byltingu. Þar er spáð eðlilegum afdrifum nokkurra fjölmiðla. Í grundvallar atriðum má segja að völvan spái smá réttsýni og réttlæti á Íslandi á árinu 2011. Það veitir ekki af slíku hér, of mörg ár hafa farið í súginn. Vonandi verður árið 2011 árið sem Íslendingar fara að haga sér af einhverju viti og taka á málum af viti. Vonandi verður þetta árið sem við snúum af vegi efnahagslegrar og pólitískrar tortímingar.

Gleðilegt ár.


mbl.is Hættum þessu karpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Þvaður og engin tenging við okkur frekar en fyrri daginn því miður! Burt með þetta lið núna við höfum ekki efni á að bíða lengur.

Sigurður Haraldsson, 31.12.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Samála nafni

Ég hef sagt áður að allir þingmenn sem vilja semja um þennan þjófasamning við Breta og hollendinga og jafnvel bara nefna hann eiga að segja afsér og láta ekki sjá sig því þeir eru þjóðinni til skammar.

                            Gleði og gæfa á nýu ári.

Jón Sveinsson, 31.12.2010 kl. 20:12

3 identicon

Amen.

Gleðilegt nýtt spákonuár.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband