Hálfvitalegur listi.

Mér dettur ekki annað betra í hug en að þetta er mjög hálfvitalegur listi sem þetta tímarit hefur tekið saman. Ég er ekki að tala um að það séu tómir hálfvitar á listanum, en greinilega eru það ekki menn með fullu viti sem telja þennan hóp vera mestu hugsuði ársins. Þessi listi er hálfullur af fólki sem enginn hefur nokkru sinni heyrt um og litlu sem engu skiptir fyrir gang heimsmálanna.

Á þennan lista vantar svo allaveg tvo áhrifamestu menn ársins. Það eru Hu Jintao forseti Kína og valdamesti maður heims og Julian Assange, forsvarsmaður WikiLeaks sem er sá maður sem opnað hefur almenningi nýja sýn á stjórnmál og starfshætti helstu ríkja heimsins. 100 manna listi yfir merkustu hugsuði ársins, sem ekki inniheldur þessa tvo, getur örugglega ekki talist marktækur. Þetta er sem sagt ótrúlega hálfvitalegur listi sem í mínum huga gerir ekkert annað en að sýna fram á að tímaritið Foreign Policy er nauðómerkilegur snepill.


mbl.is Buffett og Gates mestu hugsuðirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband