Almenningur vann sér inn 432 milljarða, verður þeim stolið af okkur?

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessum þætti Icesave málsins, hagnaðinum af hagstæðari samningi vegna inngripa almennings og höfnun afleits samnings ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.

Það er að vísu ekkert fullvíst um þennan nýja samning, allar forsendur byggja á "ef" og "líklega" en engin á að eitthvað sé alveg öruggt.
En miðað við þessar ef og líklega forsendur þá reikna menn út að nýji samningurinn sé um 432 milljörðum hagstæðari en sá sem ríkisstjórnin vildi skrifa undir í fyrra.

Almenningur hefur því í vissum skilningi unnið sér inn 432 milljarða með því að taka fram fyrir hendurnar á Steingrími Sigfússyni og félögum hans í ríkisóstjórninni. Fær almenningur þessa peninga með einhverjum hætti, til skuldalækkana eða skattalækkana eða útborgaða í vasann? Hvað verður gert við þennan mismun á þessum samningum? Hver fær að ákveða hvað verður gert við þennan mismun? Verður það sama vitlausa ríkisstjórnin og taldi gamla samninginn frábæran eða fær almenningur að ráða hvað verður um þetta?

Nú þarf ríkisstjórnin að sýna hvort hún starfar fyrir þjóðina í þessu máli eða hvort þjóðin er þrælamarkaður stjórnarinnar í málinu.


mbl.is 432 milljarða kr. munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ekki skaltu reikna með að 1 króna af þessum sparnaði renni til fólksins. Þetta eru svo litlir smápeningar að þeir eru varla bjóðandi fólki!!

Var ekki einn fyrrum Ráðherra okkar  sem sagði að kostnaður vegna Icesave væri "pease of cake".  Það er allt of lítið fyrir Íslenska þjóð. Við viljum stóra sneið til leiðréttingar okkar mála.

Eggert Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband