Nú er ég loksins ánægður með afstöðu þingmanna, það er góð tilbreyting.
10.12.2010 | 12:08
Þau viðhorf þingmanna sem koma fram í fréttinni varðandi aðgerðir kortafyrirtækja og fleiri aðila gegn Wikileaks, eru mér ánægjuefni. Satt að segja hélt ég síðast í gær að ég yrði aldrei ánægður með neitt sem ég frétti frá þessu þingi. En svo bregðast krosstré sem önnur tré, og nú verð ég að lýsa ánægju minni með afstöðu og fyrstu viðbrögð alþingismanna vegna þessa máls.
Ég var með það í stefnuskrá minni vegna framboðs til stjórnlagaþings að tryggja réttinn til að segja satt og jafnframt að stöðva þá sem gera út á lygar og óhróður. Ég sé að mörg ríki hafa nú sameinast um hið gagnstæða, að vernda lygina og stöðva sannleikann. Þetta virðast nú Svíar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman um að gera.
Það er því fullt tilefni til að áminna þá sem náðu kjöri á stjórnlagaþing, um að stilla þessu rétt upp í nýrri stjórnarskrá. Þið þurfið að passa að ný stjórnarskrá Íslands standi vörð um tjáningarfrelsi með sannleikann og stöðvi útbreiðslu lyga og óhróðurs til almennings. Sjaldan hefur það verið skýrara í manna minnum en nú hve þetta er mikilvægt.
Gróf aðför að tjáningarfrelsinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.