Sænskar undirlægjur.
5.12.2010 | 19:42
Sænski saksóknarinn er sannkölluð undirlægja. Ekki vegna þess að hún hafi lagst viljug undir Julian Assange eins og konurnar tvær sem tengjast meintum kynferðisbrotum. Þær hafa báðar lýst því yfir að þær hafi viljugar lagst undir hann, en búist við að hann myndi tefla fram smokkuðu tóli gegn undirlægjuhætti þeirra. Þar sem hann gerði það víst ekki er búið að gera úr þessu sakamálarannsókn.
Nei, sænski saksóknarinn er undirlægja vegna þess að hún hefur greinilega lagst flöt undan þrýstingi bandaríkjamanna um að hún skuli reyna að negla Julian Assange fyrir að sleppa því að draga fram smokkinn í hita leiksins. Málið snýst í raun ekki á nokkurn hátt um kynferðisbrot eða nauðgun, heldur aðeins um notkun eða notkunarleysi á smokk. Og þó virðist hlutverk hans (smokksins) ekki hafa orðið að ágreiningsefni fyrr en eftir partíið. Ekki hefur komið fram hvort litur eða gerð þessa smokks sem ekki stóð milli Assange og kvennanna skiptir máli í rannsókninni.
Auðvitað veit maður ekki öll málsatvik. En málið er í mínum huga einstaklega hálfvitaleg aðferð til að reyna að taka óþægilega sannsögulan mann úr umferð. Svona er mikil undirlægja sænska réttarkerfisins og saksóknarans gagnvart prívatfrekju bandaríkjanna.
Rannsóknin ekki pólitísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.