#6791 - Stóri bróðir færir út kvíarnar.

Er ekki sagt að Facebook geymi allt sem einu sinni fer þangað inn? Það skilst mér. Þó fólk hendi einhverju út af síðum sínum þá hverfa ekki upplýsingarnar, þær eru til áfram. Margir hafa víst brennt sig á að setja eitthvað á Facebook sem kemur þeim illa seinna meir, vegna atvinnu eða einkamála. Þeir sem iðrast þess að setja eitthvað inn á Facebook og taka það út sleppa ekkert betur en hinir. Upplýsingarnar fara ekkert úr geymslum Facebook. Það er ekki hægt að iðrast og verða betri maður á Facebook. Facebook er alveg snilldarleg útgáfa af "Big brother" stóra bróður sem fylgist með öllu og öllum. Eins og njósnakerfi úr fjarlægri framtíð. Sú framtíð er löngu komin.
Ég er á móti kerfum eins og Facebook, samt er ég að nota það. Þetta kerfi hefur fallið svo vel í kramið hjá almenningi að það er nú ein besta leiðin til að ná til fólks sem maður vill hafa áhrif á.

Og nú stígur stóri bróðir næsta skref. Nú ætlar hann að safna tölvupóstunum þínum líka. Þá bætist nú hressilega við upplýsingamagnið. Þá stækkar gagnagrunnur njósnanetsins verulega.

En þetta er ekki búið ennþá. Almenn notkun netsíma og fleiri tækninýjungar eru skammt undan. Facebook mun að sjálfsögðu vilja sjá um að veita almenningi slíka þjónustu.

Það felast mikil verðmæti í söfnun upplýsinga þegar öll þjóðfélög eru upplýsingasamfélög og ríkisstofnanir leita nýrra leiða til að fylgjast með. En þetta eru um leið persónunjósnir og innrás í einkalíf fólks. Óeðlileg afskipti af frjálsu fólki, frjálsu samfélagi.

Eigum við að setja í stjórnarskrá Íslands einhverjar reglur um söfnun og meðferð persónuupplýsinga, persónunjósnir öðru nafni?

Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Hulunni svipt af Gmail-tortímandanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er ekki sagt að Facebook geymi allt sem einu sinni fer þangað inn?"

Þetta á við um netið allt. Maður getur skoðað blogg, myndir og vefsíður aftur í tímann með til dæmis vefsafn.is.

Þess fyrir utan eru Google sem reka Gmail mestu gagnasafnarar veraldar.

Oddur Eysteinn Friðriksson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband