#6791 - Úrræði fyrir borgarstjóra.
14.11.2010 | 11:07
Það er margt sem getur komið í staðinn fyrir rafmagnsbílinn ef hann er ekki að virka, t.d.:
1. Fjarfundarbúnaður. Þá getur Jón Gnarr pantað vín og snittur fyrir sig inn á skrifstofu borgastjóra þegar hann þarf að vígja eitthvað og haldið ræðuna fyrir framan tölvuna sína og látið varpa henni á vegg eða tjald á staðnum sem hann er að vígja. Það er miklu eðlilegra fyrirkomulag þegar menn eru geimverur að gera þetta svona. Svona voru samskiptin oft í Star Wars myndunum. Svo er það kostur líka að ef menn eru oft veikir og með hita er meira að segja hægt að gera þetta beint af spítalanum undir sænginni með sæta hjúkku til að skála við.
2. Reiðhjól. Miðstöðin var slöpp í rafmagnsbílnum. Þess vegna er reiðhjól betra. Þar er hægt að halda á sér hita með því að hjóla á móti veðri og upp brekkur á öllum hjólastígunum sem eru í borginni. Svo er það góð fyrirmynd um umhverfisvænan ferðamáta fyrir borgarbúa. Ég myndi reyndar persónulega kjósa að hjólastígarnir væru yfirbyggðir ef ég væri borgarstjóri og hef oft lagt það til hér á blogginu og víðar, skil ekki af hverju það má ekki gera hjólreiðar að þægilegum ferðamáta í borginni og á öðrum svæðum þar sem þær geta hentað til að koma fólki milli staða.
3. Láta konuna skutla sér. Ég geri það yfirleitt ef ég er í vandræðum með bílinn minn. Ef hann er bilaður eða klesstur úti í skurði þá hringi ég í konuna til að redda mér.
4. Gerviborgarstjóri. Búa til mynd af borgarstjóra í fullri stærð og líma á pappaspjald, eins og var einhvern tíma gert til að fjölga lögreglumönnum einhvers staðar. Senda svo gerfiborgarstjórann í pósti með ræðu á Ipod og stinga í samband þar sem hann er að vígja skóla.
Eflaust er hægt að gera margt annað til að leysa úr þessum vandræðum borgarstjóra, en þetta eru allavega mínar tillögur. Skora á aðra að reyna að hjálpa honum líka.
Eigum við að setja eitthvað í stjórnarskrá um að borgarstjórar, þingmenn og aðrir ráðamenn hafi þá kvöð að vera öðrum borgurum til sérstakrar fyrirmyndar í störfum sínum á einhvern hátt?
Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega koma með þær á:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.com/lindal
www.almannathing.is
Kvartar yfir rafbílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að sjá minnst á reiðhjól sem lausn.
Borgarstjórinn er reyndar þegar búinn að prófa / nota rafmagnsreiðhjól. Það er reyndar sá galli að þegar þannig viðrar verður manni kaldara á svoleiðis faraskjót en af ,maður nýtur sínum eigin innbyggða miðstöð.
Í þessu tilviki þar sem sprakk á bílnum væri gott að
Morten Lange, 17.11.2010 kl. 12:25
Sæll Morten og takk fyrir athugasemdina.
Jón Pétur Líndal, 17.11.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.