#6791 - Alveg saklaus, alveg löglegt, ekkert hægt að sanna.

Ég býst við að staðlað svar verði notað þegar eigendur Svik Group og Prettir Group verða yfirheyrðir um þessi viðskipti. Svarið verður örugglega á þá leið að þetta hafi verið alveg löglegt, þeir alveg saklausir og ekkert hægt að sanna.

Og þar með er það líklega afgreitt.

Hvað ætli sé að frétta af sérstökum saksóknara? Ég kíkti á vefsíðuna, þar var síðast eitthvað að frétta 25. maí. s.l. Hefur ekkert gerst sem fréttnæmt er hjá embættinu í hálft ár? Liggur ekkert á? Finnur saksóknari engar nógu sterkar vísbendingar um lögbrot í hruninu eða aðdraganda þess til að stoppa neinn af þeim sem stóðu fyrir þessu hruni?

Ég er ekki að fatta þetta aðgerðaleysi.

Hafa menn hugmyndir um hvað einstaklingar eða stök félög mega leggja mikið undir í eigin gróðabralli á ábyrgð þjóðarinnar? Eigum við að fjalla um þetta í stjórnarskrá?

Þeir sem vilja koma með tillögur um þetta mega koma með þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra


mbl.is Ákvað verð og keypti mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband