#6791 - Jóhannes í Bónus að spilla góðu sambandi Íslands og Færeyja?
12.11.2010 | 15:53
Þá er Jóhannes í Bónus búinn að kaupa SMS í Færeyjum, skuldlaust og vel rekið félag. Hvað skyldi nú vera langt þangað til búið verður að skuldsetja félagið upp í rjáfur og mjólka út úr því allt sem hægt er eins og gert var með ótalmörg íslensk félög á undanförnum áratug? Það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Ég óttast að Jóhannes í Bónus sé nú að flytja út gamalgróna íslenska aðferð við að koma góðum fyrirtækjum í þrot, koma þeim á forræði banka og ríkis en hirða úr þeim allt verðmæti fyrst.
Færeyingar hafa reynst okkur traustir vinir og nágrannar og stutt okkur í öllum áföllum og vandræðum um árabil. Mun Jóhannes geta stýrt þessu fyrirtæki þannig að það valdi ekki gremju Færeyinga og vinslitum við Íslendinga?
Hefur greitt fyrir helmingshlut í SMS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhannes á ekki að eiga neitt því að hans og hans fjölskylda hefur stolið af þjóð sinni hundruð milljarða!
Þú átt stuðning minn!
Sigurður Haraldsson, 13.11.2010 kl. 09:32
Sæll Sigurður og takk fyrir stuðninginn. Góða helgi!
Jón Pétur Líndal, 13.11.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.