#6791 - Mín vísbending er þessi..

Í þessari frétt um aukningu í kortaveltu er því slegið fram sem hugsanlegri skýringu að hún sé vísbending um að einkaneysla sé að aukast. Sérstaklega er tiltekið að aukninguna megi að mestu rekja til aukningar í erlendri kortaveltu.

Mín tilgáta er sú að þessi aukning í kortveltu sé aðallega til marks um að Íslendingar sem hafa flúið til Noregs hafi það betra þar en á Íslandi, svo gott að þeir séu aftur farnir að nota kreditkortin.

Kannski er þetta rétt hjá bankanum og rangt hjá mér eða öfugt eða eitthvað allt annað að baki sem skýrir þetta.

En það væri nú gaman að fréttir en ekki getgátur um þróun efnahagslífsins. Allt of oft er verið að mata okkur með upplýsingum sem lítill eða enginn fótur er fyrir. Þannig er það núna, núna fá bankarnir að telja okkur trú um að aukning í kortaveltu erlendis sé til marks um það að við séum að komast á fulla ferð út úr kreppunni. Væntanlega á svo að nota þessar órökstuddu vísbendingar um að kreppan sé að baki til að telja okkur trú um að ekkert þurfi meira að gera fyrir skuldara. Þvílíkt bull.

Ef þið hafið eitthvað fram að færa til stjórnlagaþings um tjáningarfrelsi og fjölmiðla má koma með hugmyndir á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Einkaneysla að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki óþarfi að fara til Noregs,- það eru að koma jól??!!

Vestri (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband