#6791 - Hvít lygi hjá PFS.

Ég hef reynslu af því að PFS telur sig stundum ekki þurfa að fara eftir gildandi reglum eða stjórnvaldsákvörðunum í sínum ákvörðunum. Það er því ekki alveg rétt sem þeir eru að segja bóndanum í Breiðuvík.

Í ákvörðun PFS vegna kæru Lýðvarpsins vegna tíðnileyfis var það efnisleg niðurstaða PFS að þeim bæri ekkert sérstaklega að fara eftir gildandi reglum eða útgefnum leyfum, heldur bæri okkur (Lýðvarpinu) að hafa sérstakt eftirlit með því að opinberir aðilar fari að lögum, reglum og eigin ákvörðunum. Eiginlega var okkur sagt að bera sjálfir póst á milli stjórnsýslustofnana sem eru nánast í kallfæri innan Reykjavíkur ef við ætluðumst til að hann bærist á milli þeirra. Það er því ekki skrítið þó stofnuninni finnst erfitt eða óþarft að dreyfa pósti á vestfjörðum.

Eigum við að setja í stjórnarskrá ákvæði um skyldur opinberra aðila til að framfylgja eigin ákvörðunum, lögum og reglum, eða leyfa þeim að varpa áfram ábyrgðinni á að stjórnsýslan gangi eðlilega fyrir sig, á viðskiptavinina.
Eigum við að setja ákveðnar kröfur um vandaða stjórnsýslu í stjórnarskrána?

Þeir sem hafa hugmyndir um þetta mega setja þær inn á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Fara verður eftir reglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband