#6791 - Ójafnræði líka á RÚV.

Það er ekki bara hjá dómstólum sem misvísandi reglur virðast gilda um hliðstæð mál.

Það er líka þannig hjá RÚV. Þar virðist nú allt í einu vera farið að segja upp sumum starfsmönnum sem ekki þykja yfir hlutleysi hafnir í störfum sínum. Tveimur var nýlega sagt upp af slíkum sökum.

Hins vegar eru aðrir og áhrifameiri sem hafa lýst yfir að þeir hafi stutt til þingsetu aðila sem þeir hafa verið duglegir að ræða við í þáttum sínum á sama tíma og þeir vildu ekki tala við þá sem þeir studdu ekki. Þannig má ekki bara draga hlutleysi viðkomandi í efa, heldur er augljóst að sumir komast upp með það að misnota RÚV með því að nota vinsæla umræðuþætti sína til að plata ákveðna aðila og sjónarmið inn á kjósendur sem standa í þeirri trú að þeir séu að greiða nefskatt fyrir útgerð á hlutlausum fjölmiðli.

Hefur útvarpsstjóri ekkert faglegt nef fyrir rekstrinum á RÚV? Er hann bara eins og hver önnur rjómaterta þarna? Ræður hann ekki við að kenna starfsmönnum sínum hlutlausa umfjöllun? Finnst honum í lagi að starfsmenn hagnýti vinsæla þætti og dreyfikerfi hins hlutlausa miðils allra landsmanna sem nær um allt land til að koma á framfæri prívatskoðunum sínum?

Ef einhver hefur skoðanir á því hvort setja á reglur um hlutleysi og jafnræði ríkisfjölmiðla í stjórnarskrá má koma með þær á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Jafnræðis ekki gætt í nafnbirtingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég fékk þennan póst áðan, veit ekki hvort hann á að vera svar við þessari bloggfærslu, en set hann allavega hér. Kannski tók RÚV þetta blogg til sín með þessum hætti. Það er víst hægt að komast nálægt vinsælum spjallþáttum með því að kaupa auglýsingar í kring um þá. Ég sleppi reyndar nafni þess sem sendir þetta frá RÚV.

Ágæti frambjóðandi,

Nú styttist í kosningar og eru sumir frambjóðendur strax byrjaðir að kynna sér möguleika í auglýsingum.

Við á RÚV höfum fengið fyrirspurnir varðandi auglýsingaverð og ákváðum við að senda á alla frambjóðendur hvað við bjóðum.

Við höfum ákveðin afsláttakjör sem gengur jafnt yfir alla frambjóðendur. Þetta er svo kallaðu kosninga afsláttur.

Þessi 25% kosninga afsláttur gengur til allra frambjóðenda Stjórnlagaþings og gengur sá afsláttur bæði í útvarp og sjónvarp.

Við bjóðum uppá ansi sterkar auglýsinga leiðir – í kringum umræðu þætti, fréttir og annað efni sem virkir kjósendur horfa og hlusta á.

Allir frambjóðendur ganga að sama borði hér á RÚV.

Sem dæmi er skjáauglýsing í kringum Silfur Egils að kosta 11.940,- (án vsk)

Svo eru samlesnar auglýsingar í útvarpi einnig mjög sterkar – þær birtingar eru í kringum frétta tíma útvarpsins.

Fyrir þá frambjóðendur sem er alvara með að komast inn, þá munu auglýsingar án efa spila stórt hlutverk í vali í þessum kosningum.

Það eru margir frambjóðendur og hver og einn má kjósa um 25 einstaklinga – það er pláss fyrir nokkra á hverjum kjörseðli og því um að gera að vera ofarlega í huga kjósandans.

Ef ég get hjálpað ykkur að setja upp auglýsingaplan endilega verið í sambandi.

Virðingarfyllst,

Ríkisútvarpið Auglýsingadeild

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband