Hvort er betra að njóta peninganna eða hafa áhyggjur af hvort fjárfestar eða ríkið tapi þeim?

Ég held það sé um þessar mundir best að njóta peninganna frekar en að láta ríkið eða fjárfesta geyma þá í sjóðum eða skuldabréfum.

Þeir sem eyða peningunum fyrir sjálfa sig, í að laga húsið, skemmta sér, ferðast, fá sér gæludýr eða drekka rauðvín eins og VB nefndi, eru að njóta þeirra og hafa kannski einhverja ánægju af að sjá peningana sína hverfa.
Svo er góður kostur að nota peningana í einhvern rekstur, framleiða eitthvað af viti, vöru eða þjónustu.
Í öllu falli hefur þetta allt þau jákvæðu aukaáhrif að skapa störf og hressa við efnahagslífið.

En hinir sem vilja treysta bönkunum eða ríkinu fyrir peningunum hafa bara áhyggjur og naga neglurnar þangað til peningarnir tapast. Þá sjá menn eftir að hafa ekki eytt þeim sjálfum sér til ánægju og gleði.

Og svo eru alltaf þeir sem stefna á að taka með sér fúlgur fjár í gröfina og geyma kannski seðlana undir koddanum. Nú er erfðafjárskatturinn að hækka umtalsvert þannig að skattstjóri fer líklega að verða áberandi í jarðarförum hjá svoleiðis mönnum til að sækja hlut ríkisins, leita í kistunni að því sem menn taka undir græna torfu með sér.

Það er engin leið að geyma peninga á Íslandi í dag af neinu öryggi. Þess vegna er best að eyða þeim, njóta þeirra.


mbl.is Ríkisskuldabréf eða bara rauðvín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála en við þurfum að eiga smá varasjóð til að verja okkur fyrir óvæntum útgjöldum!

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband