Vilja félagsmálayfirvöld að fólk svelti í hel frekar en að það fái gefins mat?

Þau eru stundum furðuleg þessi félagsmálayfirvöld, það mætti halda að þau vilji að fólk svelti í hel í bókstaflegri merkingu frekar en að einhver góðgerðarsamtök gefi því mat. Hvað eru svona félagsmálayfirvöld að vinna dagsdaglega? Það er eins og hér eigi nú þegar að innleiða Evrópusambandsfátækt og venja fólk við hana með fullri hörku. Það líst mér illa á.

Í Bretlandi eru þó nokkur sveitarfélög þar sem verulegur hluti heimila er alveg án vinnandi fólks. T.d. má nefna Manchester, Liverpool og Nottingham auk fjölda annarra staða, en á þessum stöðum eru um 30% heimila þar sem enginn heimilsmanna er á launaskrá, fólkið er bara á bótum. Börnin alast upp við þetta og það er vel þekkt í Bretlandi að atvinnuleysið gangi í erfðir ef svo má segja.

Ef yfirvöld á Íslandi, hvort sem það eru félagsmálayfirvöld eða önnur yfirvöld, hafa einhvern minnsta áhuga á að hjálpa fólki í raun og veru er það best gert með atvinnu og sæmilegum launum fyrir hana. Það er ekki bara best að taka þannig á fátækt, það er eina leiðin sem getur virkað fyrir fólkið og það er eina leiðin sem landið hefur efni á. Það er líka eina leiðin til að fátæktin verði ekki smitandi og arfgeng, og það er eina leiðin sem kemur öllum landsmönnum vel, hvort sem þeir eru fátækir eða ekki, vinnandi eða ekki, skattgreiðendur eða ekki.

En þangað til yfirvöld fara að vinna sitt starf eins og þeim ber með því að tryggja fólki næga atvinnu, þá verður að hjálpa fólki með öllum ráðum, líka matargjöfum. Þetta ættu félagsmálayfirvöld að skilja og þau ættu að vera fegin að það eru til samtök sem ráða við hluta af því sem félagsmálayfirvöld virðast ekki ná tökum á, að fólk hafi nóg að borða.


mbl.is Matur í poka eða fjárstyrkur ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála þér, það er alveg ótrúlegt að þessi staða skuli vera komin upp...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.11.2010 kl. 11:39

2 identicon

Bara þessi fyrsta setning í fréttinni - "Félagsmálayfirvöld hafa gagnrýnt matargjafir hjálparsamtaka" - vekur á sama tíma óstjórnlega reiði og ógleði. Það er óskiljanlegt að yfirvöld í landi hruns skuli dirfast að slá á hendur þeirra sem eru að vinna óeigingjarnt starf til aðstoðar þeim sem lítið eiga. Yfirvöld virðast endalaust í leit að einhverjum til að kenna um ástandið, en ættu að líta nær.

Mér finnst ég stundum vera staddur í einhverjum furðulegum draumi þegar ég les og horfi á fréttir.

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl bæði og takk fyrir athugasemdirnar. Það er eitthvað furðulegt sem maður verður vitni að daglega frá íslenskum yfirvöldum. Alveg ótrúlegt hvernig fólk hugsar og kemur fram gagnvart þeim sem þurfa á hjálp að halda.

Jón Pétur Líndal, 6.11.2010 kl. 12:39

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Möppudýrin eru óútreiknanleg, þau eru yfirkominn af kerfisást. Og ef hlutirnir gerast ekki í kerfinu hjá þeym, fara þeyr á taugum. Minnimáttarkendin ríður við einteyming og þeyr þola ekki að aðrir geti hjálpað til!!! Ég lýsi vantrausti á mínu á þessa Ríkisóstjórn!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.11.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

 Á Íslandi eru að vaxa tvær þjóðir og það er að skýrast meira með hverju árinu það er þjóð sem lifir i vellystingum og þjóð sem er fátæk á kostnað þeirra sem lifa í velllystingum!

Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 14:11

6 identicon

Sæl ég verð bara að koma skoðun minni á framfæri um þetta mál.

Að er allt gott og blessað með að hjálpa...En það eru samt sem áður svo margir sem misnota svona aðstoðir...Ég tel mig vera mitt á milli þessara tveggja hópa sem Sigurður Haraldsson ( fyrri bloggari ) skrifaði um áðan en ég var frekar fátækur fyrir hrunið og skuldaði hinum og þessum pening og meirað segja hafði ég ekki undan við að borga lán á íbúð sem ég átti....Í stað þess að leggjast niður og væla setti ég íbúðina á sölu og einbeitti mér að reyna að borga það sem hægt var að borga. Það kom fyrir marga mánuði að ég átti ekki krónu fyrir mat en náði alltaf að redda mér. Fékk stundum að kíkja í mat hjá vinafólki, fjölskyldu og var búinn að kaupa sora núðlur sem kostuðu 34 kr. Og er enn að koma mig úr þessu fari að eiga pening fyrir mat hvern mánuðinn. Ég er búinn að selja íbúðina og er að standa í skilum með öll mín lán.

 Í mörgum tilfellum er fólk atvinnulaust að því að vinnan sem er í boði er ekki nóg og góð fyrir það. Það er haldið einhverskonar  fáránlegu stolti að geta ekki verið að ( vera vinna á kassa í bónus, þrífa eða samskonar job) en samt geta verið að taka við ókeypis mat frá einhverjum stofnunum.

Mín skoðun er sú að sá sem er alltaf að tala um hvað er erfitt hjá sér og yfirfullur af sjálfsvorkun getur ekki breytt neinu. 

Einsog gott máltæki segir hver er sinn gæfu smiður.

 Ég styð allt sem Jón Gunnar Bernburg prófessor segir.

Með Kveðju

Anton H. Heimdal

Anton H. Heimdal Sigrúnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband