Loksins eitthvað annað en flokkspólitík í boði.

Það er gaman að sjá að fólk hefur áhuga og mætir tímanlega á þjóðfund.
Þjóðfundur er fyrsta tækifæri almennings til að praktísera öðruvísi pólitík en flokkspólitík. Þarna mæta vonandi allir óbundnir af flokkslínum og öðru en eigin áhuga og sannfæringu. Þannig þarf líka pólitík að vera, sprottin af hugsjónum, sannfæringu og áhuga en ekki bara hrossakaupaaðferðum flokkanna.

Ég vona sannarlega að þjóðfundur takist vel og skili góðu efni til stjórnlagaþingsins sem framundan er í vetur. Og ég hvet alla þjóðfundarfulltrúa til að starfa á þjóðfundi með því hugarfari að leggja til það sem þeir telja sjálfir rétt og gott og þjónar best hag Íslands og Íslendinga í heild, en ekki bara þröngum sérhagsmunum.

Have a nice day, þjóðfundarfulltrúar!!


mbl.is Þjóðfundur er hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband