Steingrímur úti á túni.

Steingrímur er ótrúlega skilningslaus, alveg úti á túni. Hann virðist ætla að fara að skammt stórum hluta þjóðarinnar mat og herbergi til að vera í. Hann skilur ekki að sú fátækt sem er að breiða úr sér í landinu eins og faraldur er tilkomin vegna þess að eignir eru teknar af sumum og færðar til annarra með stökkbreytingum lána og þar að auki þurfa margir að þola tekjumissi vegna atvinnuleysis. Þetta eru hlutirnir sem þarf að laga. Það lagar ekki þennan vanda að ætla að búa til einhverja formúlu fyrir því hvað fólk má borða mikið og skaffa því herbergi til að sofa í eins og Steingrímur virðist stefna að. Slíkt skapar ekki vinnu, færir fólki ekki eignir sínar aftur eða eykur með því lífsgleðina.

Það vitlausasta sem hægt er að gera er að ákveða að fátækt sé sjálfsögð eins og Steingrímur virðist hafa ákveðið fyrir sitt leyti.
Íslendingar hafa ekki efni á því að 10-40% þjóðarinnar verði fátæklingar á framfæri hins opinbera. 10-40% þjóðarinnar vilja heldur ekki vera fátæklingar á framfæri hins opinbera. Aðferð Steingríms er engin lausn, hún eykur bara á vanda sem er nægur fyrir. Steingrímur er algjörlega vonlaus stjórnmálamaður og ætti að skammast sín fyrir að kenna sig við sósíalisma og norræna velferð.


mbl.is Framfærsluþörf metin og húsnæðismál verði leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband