Gamaldags fordómar gagnvart lífsreyndum konum.

Að banna vændiskonum að kenna börnum af því þær hafa stundað vændi er nú dáldið langsótt og fordómafullt finnst mér. Skyldi Jón Gnarr hafa sömu skoðun á þessu og Michael Bloomberg?
mbl.is Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Sóley Tómas verður búin að skamma hann þá mun hann hafa sömu skoðun og hún.

Gulli (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:18

2 identicon

Hvað með karlmenn sem hafa stundað vændi mega þeir kenna þarna?

Ég skil ekki hvernig börnin eiga að skaðast af þessu. Svo lengi sem konan er ekki með neinn áróður þá skiptir þetta engu máli.

Geiri (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:24

3 identicon

Samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði eru langflestir sem stunda vændi, af báðum kynjum, fórnarlömb aðstæðna, eiturlyfjafíknar sem hefur sljóvgandi áhrif á dómgreindina, föst í vítahring fátæktar og sárrar fíknar, sem innifelur oftast heimilsleysi, og oft einnig geðrænna vandamála út af erfiðri fortíð sem hefur brotið þessa einstaklinga algjörlega niður svo þeir láta bjóða sér svona líf. Sáralítill minnihluti sem hefur einhverja aðra valkosti velur þessa starfsgrein, en eðlilega séð er það eini hluti hennar sem jaðrar helst við að vera "andlega heill", svo það er sá sem er líklegastur til að skrifa bækur eða álíka um reynslu sína, eins og Belle du Jour, sem villa um fyrir fólki varðandi eðli málsins og kringumstæður meirihluta þessarar starfsgreinar. Þá er ónefnt nauðungarvændi, en þeir sem eru fastir í viðjum þess, oftast konur frá fátækari löndum, eru skyldaðir til að ljúga að þeir stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja, oft látnir segjast vera að safna fyrir háskólanámi eða eitthvað annað sem friðar samvisku minna greindra viðskiptavina sem sjá ekki gegnum blekkinguna. Ef stúlkan stendur sig ekki í því að leika þetta hlutverk er henni misþyrmt, eða hún jafnvel drepin. Svona stúlkur vinna oft á nektarstöðum, sem er algengur frontur fyrir vændisstarfsemi. Allt þetta er hægt að rannsaka og kynna sér ef menn hafa áhuga á sannleikanum.

Með tilliti til þess að  flestar vændiskonur eru fórnarlömb kringumstæðna er jafn siðferðilega óréttlætanlegt að banna þeim að beina lífi sínu inn á göfugri brautir eins og að banna öðrum fórnarlömbum eiturlyfjafíknar og/ eða djúpstæðra sálfræðilegra vandamála að eignast mannsæmandi og gott líf.

Ja hérna (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 02:39

4 identicon

Má hermaður sem fer í stríð án þess að kynna sér fyrst deilumálin og hvort honum sjálfum finnist réttlætanlegt að drepa fólk út af því, heldur hefur bara áhuga á launaseðlinum og öðrum fríðindum sem fylgja því að starfa í hernum, kenna börnum? Afhverju finnst öllum það í lagi. Vændi er mjög mannskemmandi og fáir koma út úr því heilir, enda hrekjast flestir sem það stunda út í það út af fíkniefnaneyslu, en vændiskonur og menn skaða aðallega sjálfan sig, meðan hermaður án hugsjóna drepur aðra bara fyrir launaseðilinn sinn, og margir þeirra hafa síðar á æfinni farið að kenna börnum, enda er hermennska eina leiðin að ódýrri eða ókeypis gæða menntun í mörgum löndum, og kennaranám oft valkostur.

Jón (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 02:45

5 identicon

já lífsreyndar konur... og "andlegt flak"

K-S (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 10:53

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

"Ja hérna" sýnir okkur vel við hvaða fordóma er að eiga. Þarna birtist rétthugsunin í öllu sínu veldi. Þetta eru ekki gamaldags fordómar, heldur lifa þeir góðu lífi í nútímanum, en eru núna studdir "rannsóknum" siðferðilegra öfgamanna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.9.2010 kl. 10:57

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

á ekki bara að meta fólk af verðleikum eins og í svo mörgu nema að virðist til Alþingis en það er bara eðlilegt

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2010 kl. 11:09

8 identicon

En hvernig er með þá sem hafa keypt vændi? Mega þeir kenna börnum ? Þeir eru glæpamennirnir !

nina (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband