Ingibjörg sennilega sú af ráðherrum sem er líklegast að verði sakfelld fyrir aulahátt.

Trúlega er staða ISG gagnvart Landsdómi veikari en hinna ráðherranna sem VG vill draga fyrir þann dómstól.

A.m.k. blasir það við úr fortíðinni af þeim upplýsingum sem allir þekkja að hún var ötull talsmaður sumra bankaræningjanna, sérstaklega Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem hún varði með kjafti og klóm á frægum fundum og í viðtölum. Kannski hefur hún sem utanríkisráðherra gert einhver asnastrik til að greiða götu þessa manns sem hún leit svo mikið upp til, en ekki ætla ég þó að fullyrða það. Hún er þó allavega sá ráðherra sem skaraði framúr (eða afturúr) í stuðningi sínum við ýmsa þá menn sem nú er vitað að voru ekki traustsins verðir. Að því leiti er staða hennar slæm, verri en hinna ráðherranna.

En það breytir þó ekki því að þó aulaháttur hennar og einfeldnisleg trúgirni hafi verið meiri en hinna ráðherranna þá finnst mér það ekki saknæmt að vera trúgjarn auli. Og mér finnst ekki hægt að dæma fólk fyrir svoleiðis hluti. Þetta er bara eitthvað sem sumum er eðlislægt og getur þess vegna ekki verið refsivert.

Því finnst mér að Ingibjörgu Sólrúnu, eigi ekki, frekar en hina ráðherrana að draga fyrir Landsdóm nema það eigi eftir að koma fram að þau hafi beinlínis verið meðsek bankaræningjunum í glæpastarfsemi þeirra. En á meðan enginn þeirra er dreginn fyrir dóm og dæmdur fyrir glæpi verður að líta svo á að enginn glæpur hafi verið framinn og þar af leiðir að enginn getur verið meðsekur í engum glæp og engin ástæða til að draga fólk fyrir Landsdóm. Mikill aulaháttur einn og sér getur ekki verið refsiverður.


mbl.is Sagði þingmönnum frá fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mikil tímamóta færsla og átt þú heiður skilið fyrir hana.

Hún er utanríkisráðherra, formaður samfylkingarinnar, en er trúgjarn auli og þar af leiðandi ekki saknæm.  

itg (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 18:46

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ha ha ha ha ha haaaa.

Sigurður Haraldsson, 25.9.2010 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband