Allt í rugli á Alþingi og sérstaka hjá VG.

Auðvitað er Alþingi kolfallið á öllum prófum, það má orða það þannig. Þar eru bara skussar og pólitískir slagsmálahundar. Á Alþingi virðist enginn standa upp úr, það er enginn leiðtogi, enginn sem mark er tekið á.

Enda er Alþingi að rífast um pólitískar ákærur á samflokksmenn sumra og andstæðinga annarra.

Það er alveg búið að gleyma þeim sem hirtu peningana, tæmdu bankana. Það er enginn að tala um að ákæra þá. Hverjir voru það nú aftur? Skyldu þeir nú hlægja að upplausninni á Alþingi?

Það verður að taka bankaræningjana fyrir fyrst, ákæra þá og dæma eða sýkna eftir atvikum. Ef í þeim málum kemur í ljós eitthvað óeðlilegt hjá ráðherrum og þingmönnum varðandi bankaránin, landsránið, þá er kannski rétt að draga ráðherra fyrir landsdóm í framhaldinu.

En fyrst verður að taka fyrir bankaræningjana.

Hvað eru VG og þingmannanefndin að fela eða fara með því að leggja þessa ofuráherslu á landsdóm núna áður en nokkur maður hefur verið dæmdur vegna bankaránanna? Af hverju er verið að beina athyglinni og sökinni að ráðherrum einum saman þegar öllum er þó fullljóst að ekki stálu þeir peningunum? Mér finnst nú Atli Gíslason drulluslappur lögmaður af þessari málsmeðferð að dæma og rétt mátulegt að hann fái þetta rugl í hausinn aftur.


mbl.is Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já stórhættulegt athæfi þeirra á alþingi býður okkur upp í dans og það er ekki neinn vangadans ef af honum verður!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband