Þarna er verið að vinna í réttu málunum!
11.9.2010 | 20:14
Ég er ánægður með hve skilanefnd Glitnis er fylgin sér. Einhverra hluta vegna virðist þessi skilanefnd vera nógu ópólitísk til að sinna sínu starfi af viti. Annað en þingmenn sem allir virðast vera undir hælunum á útrásarvíkingunum sem kostuðu þá marga á þing. Á meðan þingmenn og ráðherrar myndast við að róa almenning með því að draga hvern annan fyrir landsdóm, eins og Jóhanna sagði í kvöldfréttum að væri tilgangurinn með Landsdómsmálinu, þá er skilanefnd Glitins að vinna í því að koma lögum yfir raunverulega bófa. Skilanefndin er að reyna að koma lögum yfir menn sem stálu hundruðum milljarða úr bankanum sem þeir stjórnuðu. Það væri nú gaman ef þingmenn og ráðherrar tækju virkan þátt í að endurheimta féð sem stolið var úr íslensku bönkunum og með þeirra tilstuðlan á undanförnum árum. Það væri gagn að því fyrir Ísland. Það myndi róa almenning ef hann sæi stjórnvöld taka eðlilega á málum. En nei, stjórmálamenn eru ennþá á kafi í pólitík, nú eru það pólitískar aftökuskýrslur, pólitískur dómstóll, landsdómur til höfuðs ráðherrum sem sáu ekki við glæpamönnunum í bönkunum.
Kannski voru þessir ráðherrar of grandalausir og svifaseinir vegna þess sem var að gerast í bönkunum misserin fyrir hrun, ég dreg það svo sem ekki í efa. En það voru ekki þeir sem rændu bankana. Bankaræningjarnir voru þeir menn sem skilanefnd Glitnis er að eltast við og þeir menn sem stýrðu hinum bönkunum og nokkrir fleiri. Það eru mennirnir sem þarf að ákæra, sakfella og dæma. Það eru mennirnir sem léta peningana hverfa, mennirnir sem þarf að grandskoða til að finna peningana aftur. Ráðherrarnir stálu engu, þeir voru bara trúgjarnir og slegnir glýju af góðærisbjarmanum svokallaða.
Þeir ráðherrar sem núna starfa í ríkisstjórn eiga frekar skilið að fara fyrir landsdóm, því með aðgerðaleysi sínu og aðgerðum hafa þeir skapað landinu stórhættu. Þeir ætluðu að samþykkja Icesave á vonlausum kjörum sem landið réði ekkert við fyrir löngu síðan. Það var nokkurs konar landsdómur sem stöðvaði það.
Þeir hafa allt of lítið gert í að koma lögum yfir þá sem rændu bankana og að endurheimta ránsfenginn. Það er landsdómssök, því nú er öllum ljóst að bankarnir voru rændir. Nú liggja fyrir alvarlegar staðreyndir, skýrslur, gjaldþrot, játningar, þrengingar. Staðan var ekki svona ljós hjá þeim ráðherrum sem nú er rætt um að draga fyrir landsdóm. Samt er ekkert gert af hálfu núverandi ríkisstjórnar í að taka á málunum. Núverandi ríkisstjórn mun þurfa að sitja að eilífu ætli hún sér að sleppa við landsdóm fyrir aðgerðaleysi sitt gagnvart bankaræningjum Íslands.
Ætla að fylgja málarekstrinum eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skynsamlega mælt. Ég er sannarlega sammála.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.