Vilhjálmur Bjarnason ætti að vera dómsmálaráðherra núna. Út með strútana úr stjórnarráðinu.
4.9.2010 | 20:50
Það sem Vilhjálmur hefur sannanir fyrir núna skv. fréttinni um FL Group er því miður ekki eina dæmið.
Glitnir,
Landsbankinn,
Kaupting,
Sparisjóðirnir,
Exista,
Baugur,
Gaumur,
Sjóvá,
Icebank,
Kjalar,
Samvinnutryggingar, eignarhaldsfélagið,
o.s.frv.
Takið bara fyrir öll fyrirtæki þessara svokölluðu útrásarvíkinga, og menn munu komast að því að alls staðar má finna greinileg merki þess að fyrirtækin hafi verið notfærð í hagnaðarskyni fyrir lítinn hóp einstaklinga með því að gera óeðlilega gerninga, stela úr félögunum.
Þetta hefur nú þegar legið fyrir í um 2 ár í grundvallaratriðum en samt hefur ekkert verið gert í því sem máli skiptir. Flestir þeir sem sekir eru í þessum málum verða ellidauðir áður en armur laganna tekur á þeim með þessu áframhaldi.
Það vantar glöggan mann eins og Vilhjálm Bjarnason í embætti dómsmálaráðherra til að hjóla í þetta lið sem kom Íslandi á hausinn.
Núverandi ríkisstjórn er í sams konar afneitun og þjóðkirkjan 1996 þegar altalaður varð perraskapur biskups og nokkrar konur komu fram með ásakanir þar um. Þá kaus kirkjan að trúa ekki því sem svo margir héldu fram, heldur kaus kirkjan að trúa þeim sem glæpina framdi, trúa að hann væri saklaus þó svo margir kæmu fram með ásakanir.
Nýjasta dæmið um veruleikafirringu ríkisstjórnarinnar er þvælan í forsætisráðherra í vikunni um viðsnúning hagkerfisins. Hún sýndi vel með þessari fullyrðingu að hún er ekki læs eða að hún stingur strútshaus sínum í sandinn til að forðast að sjá sannleikann. Það var að koma út hagskýrsla sem sýnir að samdráttur í efnahagslífinu er meiri en áður var talið. Íbúatölur sýna að fólki fækkar. Viðskiptaskýrslur sýna að bílasala er nánast engin. Umferðartölur sýna að umferðin hefur dregist verulega saman. IMF (AGS) segir að Ísland hafi ekkert svigrúm vegna skakkafalla í efnhagslífinu og hafa þeir þó verið duglegir að telja í okkur kjark til að geta rænt landið því sem útrásinni tókst ekki að stela áður en hún fór til fjandans. Almenningur segir að aldrei hafi verið minna í veskinu en núna. Það vill enginn taka lán lengur því viðskiptasóðaskapurinn í bönkunum hefur ekki breyst, það hefur ekkert verið lagað til í þeim. Ríkisstjórnin sér ekkert af þessu. Forsætisráðherra blaðrar bara út og suður og veit ekkert í sinn haus. Ríkisstjórnin er ónýt.
Nú ætla ég að vona að ríkisstjórnin ætli ekki að láta 14 ár líða áður en hún viðurkennir að stjórnendur og eigendur þeirra fyrirtækja sem hafa verið að fara á hausinn með miljarða og tuga eða hundraða milljarða skuldir sem engar eignir eru á bak við, séu glæpamenn. Að menn eins og t.d. Jón Ásgeir Jóhannesson sem þegar hefur dóma á bakinu fyrir glæpi sína séu glæpamenn. Að nánir samstarfsmenn hans séu glæpanautar hans. Þjóðin hefur ekki efni á að bíða í 14 ár eftir að losna við fávitalega stjórnarhætti strútanna í stjórnarráðinu. Það þarf að taka á þessi liði núna, það er þegar búið að trassa það í 2 ár.
Og það er vitni um ótrúlegan aumingjaskap ríkisstjórnarinnar og dómsmálaráðuneytisins að það skuli vera einstaklingur sem er í forsvari fyrir lítil hagsmunasamtök sem er duglegastur að berjast við þetta þjófagengi, þessa mafíu sem setti landið á hausinn, með glæpanautum sínum úr stétt lögfræðinga og endurskoðenda o.fl.
Kannski sýnir þessi kraftur í Vilhjálmi Bjarnasyni og reyndar í samtökum eins og InDefence og Hagsmunasamtökum Heimilanna að ríkisstjórnin er bara til trafala, það eru svona aðilar sem eru helstu verndarar þessarar þjóðar í dag. Þjóðfélagið verður ekki endurreist og þjófarnir ekki dregnir fyrir dómstóla með tilstuðlan ríkisstjórnarinnar. Umbætur í þessu þjóðfélagi koma annars staðar frá. Ríkisstjórnin og Alþingi er orðið að einhvers konar afætukerfi á þjóðfélaginu og sökunautar landsins helstu glæpagengja.
Áfram svo Vilhjálmur Bjarnason og aðrir góðir menn. Þjóðin styður ykkar starf!
Stálu frá og eyðilögðu FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jón Pétur
Allt rétt hjá þér held ég bara. OG þjóðin verður að losa sig við glæpagengið sem er við stjórn sem allra fyrst. Af því er þó lítið gagn að skipta því út fyrir glæpaflokkinn sem var í fullu starfi hjá ræningjunum. Nýtt stjórnmálaafl verður að koma fram.
Dingli, 4.9.2010 kl. 21:44
Sæll Dingli og takk fyrir athugasemdina. Já það þarf nýtt afl og nýtt fyrirkomulag við landstjórnina. Koma valdinu beint til fólksins, það er það sem þarf. Pólitíkusar sem geta lokað að sér á milli kosninga til að sinna spillingunni í friði fyrir almenningi gera aldrei neitt gagn. Það er fullreynt með það.
Jón Pétur Líndal, 4.9.2010 kl. 22:27
Sæll Jón Pétur.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af, er að ef við drögum ráðamenn til ábyrgðar, þá er það ríkið sem tekur á sig skellinn, sem svo lendir á þjóðinni allri.
Kristinn (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 01:47
Kristinn, hvaða skell umfram þann sem orðin er tekur þjóðin á sig ef ráðherrar hrunsins verða dæmdir fyrir vanrækslu?
Á einu skalt þú sem aðrir passa sig á, segi Vilhjálmur Egilsson það, má bóka að um þvaður sé að ræða. Man ekki til þess hann hafi sagt orð af viti áratugum saman.
Dingli, 11.9.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.