Vitlausu Greyin í kjánaflokknum VG plötuð einu sinni enn.
23.8.2010 | 09:53
VG (Vitlausu Greyin) eins og samstarfsflokkurinn lítur á þá, hefur látið plata sig einu sinni enn. Þeir eru loksins að byrja að fatta að Samfylkingin er á hraðferð inn í ESB. Það er ekki bara verið að skoða hvernig landið liggur svo hægt sé að upplýsa Íslendinga um kosti þess og galla að ganga í ESB. Samfylkingin er að troða Íslandi þarna inn og almenningur fær ekkert að skipta sér af neinu fyrr en honum verður kynnt að málið sé komið svo langt að ekki sé hægt að hætta við eða að afstaða þjóðarinnar skipti engu máli. Þetta er það plan sem Samfylkingin hefur í þessu máli, enda þýddi ekkert að eyða í þetta tíma og fé ef eitthvað ætti að taka mark á vilja þjóðarinnar, sem er að langstærstum hluta algjörlega á móti þessu ESB brölti.
En vitlausu greyin í VG eru nú að fatta að þau hafa veitt Samfylkingunni gott skjól til að vinna að þessu máli eins og þeir vilja vinna það, ekki eins og ríkisstjórnin talaði um á sínum tíma.
Þó vitlausu greyin í VG séu búin að fatta þetta og sumir þar komnir í fýlu út af þessari málsmeðferð Samfylkingarinnar þá breytir það engu. Þeir eru hlýðnir og verða fljótir að jafna sig á þessu og gerast sjálfsagt meðvirkir í málinu og koma með einhverjar afsakanir fyrir því fljótlega að svona verði þetta auðvitað að ganga fyrir sig.
Ólga í grasrót vinstri-grænna vegna aðlögunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð tróð hnefanum í görnina á Halldóri og lét hann dansa.
Jóhanna er nú komin svo langt uppí Steingrím að það er ekki hægt að sjá hvort eitthvað sé í raun eftir af honum.
Óskar Guðmundsson, 23.8.2010 kl. 11:08
Sæll Óskar og takk fyrir athugasemdina. Það eru margir sem dansa svona í dag. En aðal garnadanskennarinn er Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann hefur lengi látið samfylkinguna dansa garnadansinn og tekist það vel. Hann og hans líkar ganga ennþá allir lausir og liðugir á meðan þingmenn og ríkisstjórn dansa garnadansinn sem hann og fleiri stýra þeim í. Ríkisstjórnin er ekki að dansa fyrir almenning. Hún dansar ennþá fyrir bankaræningja og aðra stórglæpamenn efnhagslífsins. Svo miklu hefur verið troðið í pólitískar garnir að öll áherslan er lögð á að ræna þjóðina áfram.
Nú er síðasta dæmið það þegar lífeyrissjóðirnir eiga að niðurgreiða ónýtan taprekstur nokkurra fyrirtækja sem Landsbankinn "seldi" þeim. Þetta er vond fjárfesting og vond pólitík sem er afleiðing af garnadansinum.
Jón Pétur Líndal, 24.8.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.