Mikill tími sem fer forgörðum.

Miklu af þeim tíma sem er varið í sjónvarpsgláp og síma og tölvunotkun er illa varið. Mér þykja það heldur slæmar fréttir að tæknin sé búin að ná þvílíkum tökum á fólki að nærri helmingur þess tíma sem það er vakandi fari í að handfjatla og horfa á þetta dót sem er kallað samskiptabúnaður. Og með öllum þessum samskiptabúnaði verða samskiptin samt ópersónulegri og á margan hátt rýrari en áður.

Og þetta er ótrúlegur tími sem er varið í þessa gerð samskipta. Ef við gerum ráð fyrir að menn sofi að jafnaði 8 tíma þá eru eftir 16 tímar af sólarhringnum. Af þessum 16 fara þá um 7 tímar og 12 mínútur í þessa nýju samskiptatækni. Þá eru það tímarnir sem eftir eru 8 tímar og 48 mínútur sem fólk hefur til að vinna, borða, fara á fætur, í bað, hátta sig, lesa, og stunda gamaldags samskipti eins og t.d. að tala við annað fólk maður á mann.

Það er orðið ansi mikið að nota rúma 7 tíma í sjónvarp, tölvu og síma á dag pr. einstakling finnst mér. Ef þessi þróun heldur áfram mun tæknin að lokum leiða til afturfarar og draga úr hagvexti.


mbl.is Eyða helmingi vökustunda í samskiptabúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og með þeim orðum hætti ég að lesa þetta og fer að gera eitthvað "alvöru".

Villi Asgeirsson, 21.8.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Villi. Alveg rétt hjá þér. Það eru einmitt svona blogg og annar hégómi sem er hluti af þessum tilgangslausa samskiptapakka nútímans.

Jón Pétur Líndal, 21.8.2010 kl. 17:25

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

:o)

Villi Asgeirsson, 21.8.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband