Ég er alveg sammála Moodys.

Auðvitað er það rökrétt mat hjá Moodys að lánshæfismat Íslands stefni enn niður á við. Við erum með ríkisstjórn sem hefur ekkert gagn gert síðan hún tók við völdum. Fjárlagahallinn er stjarnfræðilegur. Það kemur slynkur á efnahag heimilanna þegar farið verður í að rétta fjárlagahallann af. Opinberar skuldir aukast dag frá degi. Við erum að gefa frá okkur nýtingarrétt af sumum okkar mikilvægustu auðlindum. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur lítið fækkað og að tala um fækkun á því sviði felur í sér mikla sjálfsblekkingu því hún er til komin vegna þess að fólk hefur verið duglegt að flytja úr landi. Landsmönnum fækkaði í fyrra í fyrsta sinn í 130 ár. Skattgreiðendum hefur fækkað verulega. Fjármálakerfið er endurreist í óbreyttri mynd með flestum sömu persónum og settu það síðast á hausinn. Allir helstu glæpamenn landsins ganga enn lausir og jafnvel verið að púkka sérstaklega undir þá svo þeir geti haft það náðugt áfram. Sérstakur saksóknari hefur engum árangri náð ennþá. Búinn að skrifa út kærur á nokkra einstaklinga vegna Byrs út af málum sem ekki eru stór í heildarmafíustarfsemi Íslensku útrásarinnar. Samkeppnisumhverfi á Íslandi er þannig að þeir sem skulda mest og kunna minnst í rekstri eru fjármagnaðir af gjaldþrota bönkum svo þeir sem kannski gætu spjarað sig hjálparlaust í eðlilegu samkeppnisumhverfi eiga sér ekki viðreisnar von í þessu niðurgreidda bankagjaldþrota umhverfi.

Svona má endalaust halda áfram. Vitleysan í efnahagsmálum landsins er takmarkalaus. Hvernig gæti nokkuð matsfyrirtæki fundið annað út við skoðun á þessu en að allt stefni enn á verri veg hjá okkur?

Og svo eru Seðlabankastjóri og Efnahagsmálaráðherrann á allt annarri skoðun. Þeim sýnist þetta ágætis fyrirkomulag hjá okkur og að við séum á réttri leið í þessari stöðu!! Þvilíkir vitleysingar.


mbl.is Seðlabankastjóri bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þegar seðlakankastjóri lands er sósíalisti, er ekki nema vona að hann sjái ávallt glæsta framtíð úr nánast hverju sem er, já eða ekki nokkrum sköpuðum hlut, svo lengi sem foringi FLOKKSINS segir að bjart sé framundan. Inilega sammála þér. Þetta eru algerir vitleysingar.

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2010 kl. 02:48

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er nánast grátlegur sannleikur.  Vonandi ná þessir snillingar að eta sig innan frá svo að óskapnaðurinn splundrast í og kettirnir stökkva hver í sína áttina.

Kjartan Sigurgeirsson, 30.7.2010 kl. 08:52

3 identicon

Fólk setti oft dæmið upp þannig að núverandi ríkisstjórn hafi tekið við af brennuvörgunum og þurfi tima í "slökkvistarfið" (laga það sem fyrri ríkisstjórn gat ekki)

Já.. kannski.

En þegar núverandi stjórnvöld geta ekki slökkt eldin, bæta frekar á hann "bensíni og eldivið" í formi slæmra ákvarðanna og mistaka í efnahagsstjórn landsins.

Að hvenær verður þetta arfaslaka "slökkvilið" stoppað og fólk sem veit hvað það er að gera verður látið taka við ?

Ráða ráðherra á faglegum grundvelli.

Fjármálaráðherra landsins í mestu fjármálahörmungum sem dunið hafa á þjóðinni..... er vörubílstjóri, jarðfræðingur og útbrunninn pólitíkus sem hefur verði allt of lengi á alþingi... forsætisráðherran okkar er flugfreyja sem kann ekki að tala ensku....

Hvenær verður þetta rugl stoppað bara?!

Kosningar í haust ?? svei mér þá, ég held það.

Einar (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband