Mistök í tölfræði atvinnuleysisskrifstofu Bandaríkjanna?

Við lauslega skoðun á tölum um atvinnuleysi í Bandaríkjunum virðist það einfaldlega vera rangt að atvinnulausum hafi fækkað úr 9,7% í 9,5% í síðasta mánuði. Þarna virðist einhver feilreikningur hafa átt sér stað, nær lagi er að atvinnuleysið sé 9,9-10,0% ef rýnt er í tölurnar. Það er spurning hvað gerist á mörkuðum vestanhafs þegar menn þar átta sig á réttum tölum. Kannski voru villandi tölur birtar til að forða uppnámi á viðkvæmum fjármálamörkuðum.Það að menn túlka tölurnar á misjafnan hátt þykir mér benda til að einhverjir hafi áttað sig á að þær eru ekki alveg réttar.Skv. fréttatilkynningu frá atvinnuleysisskrifstofu Bandaríkjanna hefur t.d. vinnandi Bandaríkjamönnum fækkað úr 58,7% í 58,5% af fólksfjölda á milli mánaða. Fyrir ári síðan var þetta hlutfall um 59,4%Þessar tölur, ef réttar eru, sýna ótvírætt að atvinnuástand versnar jafnt og þétt í USA. Það er aftur örugg vísbending um viðvarandi lægð í efnahagslífinu.Tölfræðina má skoða hér.

http://www.bls.gov/news.release/empsit.a.htm 


mbl.is Lækkun í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband