Allt að klárast, ekkert að hefjast í staðinn.

Það eru öll stærri verkefni fyrir verktaka að klárast á næstu mánuðum, t.d. háskólinn í Reykjavík og Harpa tónlistarhús auk ýmissa annarra ófrægari verkefna. En í staðinn fyrir þessi verkefni sem senn klárast eru engin að hefjast sem tekur því að tala um. Þar að auki er samdráttur í viðhaldsverkefnum ríkis og sveitarfélaga út af almennu aðhaldi á meðan peningum verður rakað saman til að færa fjármálafyrirtækjunum í verðlaun fyrir glórulausa starfsemi á undanförnum árum.

En á sama tíma og öll verkefni fyrir verktaka eru að klárast eru engin önnur að fara af stað. Það er búið að tala eitthvað um verkefni, þeim hefur öllum verið frestað eða dregist að koma þeim af stað, ef frá er skilið gagnaver Björgólfs Thors í Reykjanesbæ sem fékk sinn ríkisstuðning afgreiddan fyrir nokkrum vikum frá Alþingi eins og kunnugt er.

Í dag var tilkynnt um að fljótlega verði boðin út bygging á fangelsi sem ekki er vitað hvar á að vera. Svona er sýndarmennska stjórnvalda gagnvart verktökum. Það vita nú allir vakandi menn að það verður lítið gert í húsbyggingu sem enginn veit hvar á að vera. Kannski mætti setja þetta fangelsi í kjallarann í Hörpu, það væri þá tryggð einhver smá nýting á þessu húsi sem kostar um 30 milljarða og stefnir í rekstrarstöðvun áður en það kemst í rekstur.

Á meðan verkefnaframboð er ekki neitt þá er ekkert sem verktakar geta gert annað en segja upp fólki. Svona verður þetta því miður næstu áratugina á meðan allir tiltækir fjármunir verða notaðir til að borga fyrir Jón Ásgeir og Björgólf Thor og félaga þeirra.

Og það er ekkert að gerast hjá einkaaðilum í framkvæmdum. Almenningur flýr land og fyrirtækin draga saman starfsemi sína. Það er því nóg af auðu atvinnuhúsnæði og vaxandi framboð af yfirgefnu íbúðarhúsnæði þannig að ekki þarf að hefja neinar nýbyggingar af því tagi næstu árin heldur.

Iðnaðarmenn geta því flestir horft fram á rólega tíma framundan og lesið uppsagnarbréfin aftur og aftur.


mbl.is 76 sagt upp hjá verktakafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

How many more buildings can be built....There are thousands of houses and flats standing empty and not enough people in Iceland to fill them....Thousands and thousands of "Fermetra" available for Offices and industry.........The "Spend Spend Spend" is over....Sorry....

Fair Play (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband