Miklu fleiri á leiðinni til Noregs og fleiri landa.

Ég þekki orðið marga Íslendinga í Noregi og fleiri löndum sem ég umgekkst reglulega hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir 1-2 árum.

Sá síðasti sem fór til Noregs af mínum kunningjum fór þangað í stutta kynnisferð í maí. Hann ætlaði að vera ca. 2 vikur og athuga með atvinnuhorfur og almennt hvernig honum litist á landið. Það næsta sem ég frétti af honum var að hann ákvað að kaupa ekki farmiða til baka til Íslands. Hringdi þess í stað í kærustuna og sagði henni að segja upp í vinnunni og kaupa sér miða út sem fyrst. Og hún er víst á leiðinni út til hans bráðum. Hitti frænda hans um daginn, sá var í óða önn að raða í gám fyrir þau og fleiri sem eru farnir út til Noregs úr fjölskyldunni.

En það fara ekki allir til Noregs. Ein fjölskylda úr kunningjahópnum fór í vikunni til Ameríku, one way ticket fyrir allan hópinn.

Nú á ég líka orðið svona kunningja í Svíþjóð, Grænlandi og á Spáni og kannski víðar.

Ástandið hér heima er þannig að það er eins og í gamla daga þegar börn fátæklinga voru send í fóstur á betur stæð heimili. Nú er það bara þannig að Íslendingar eru sjálfir að koma sér í fóstur í öðrum löndum þegar bananalýðveldið Ísland með Steingrím Mugabe og Jóhönnu Marcos við stjórn gerir fólki ókleyft að þrífast hér á sambærilegan hátt við það sem gerist í velferðarþjóðfélögum skandinavíu og Ameríku, landi tækifæranna.

Hér er stjórn Steingríms Mugabes að gera nákvæmlega það sama og Robert Mugabe gerði í landi sínu Zimbabve. Að reka hvíta menn af eignum sínum og úr landinu og keyra allt efnahags- og atvinnulífið til helvítis með verðtryggðri óðaverðbólgu og okurvöxtum. Reyndar er Steingrímur verri en Robert að því leyti að Steingrímur lemur á þjóðinni með verðtryggingunni. Robert Mugabe er hófsamari að því leytinu að hann hlífir mönnum þó við henni.


mbl.is NRK: Íslendingar flykkjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband