Það þarf að tryggja með óyggjandi hætti að ríkið beri enga ábyrgð á innistæðum.

Það er nauðsynlegt nú þegar verið er að fjalla um ný lög um innistæðutryggingar að ríkissjóður sé örugglega ekki ábyrgur fyrir innistæðunum þegar illa fer næst.
Ein af ástæðunum fyrir glannaskapnum í fjármálaheiminum er að ríkissjóðir hlaupa alltaf undir bagga þegar vitleysingarnir eru búnir að stela úr bönkunum og setja þá á hausinn.

Banki verður aldrei vel rekinn ef hann nýtur ríkisábyrgðar. Þá hafa innistæðueigendur engar áhyggjur af rekstrinum og eigendurnir varla heldur því það er ríkið sem bætir tjónið í slíkum banka þegar illa fer. Eigi að gera bankana sjálfbæra verður því að breyta þessu þannig að þar þurfi menn að vinna skynsamlega ætli þeir að halda viðskiptavinum og standa í bankarekstri til langs tíma.

Ég vil því sjá það í þessum nýju lögum með afgerandi hætti að bankarnir verði ekki ríkisbankar eða ríkisábyrgðarbankar. Það þarf ekkert að skilja þetta atriði eftir í lausu lofti með því að minnast ekki á það í lögunum. Það þýðir bara að hugmyndin er að bankarnir verði ríkistryggðir. Ef ekkert er í lögnum sem beinlínis bannar ríkisábyrgð á innistæðum þá eru þær með ríkisábyrgð þegar illa fer. Það gengur ekki, ekki aftur og aftur. Það er nóg komið af svoleiðis vitleysu.


mbl.is Hver ber ábyrgð á innstæðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef svo á að fara vil ég að það verði nú ekki skilt að leggja launin manns inná bankareikning. Þá vil ég heldur fá afhent eitt stykki umslag með launum mínum í byrjun hvers mánaðar.

Ekki treysti ég þessum bönkum meira en svo að taka út lanunin mín í byrjun hvers mánaðar, en þetta mynda spara mér ferð í bankann sem mér er illa við.

Snjókaggl (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband