Ég hélt hann hefði ætlað að ná í Ísbjörn?
20.6.2010 | 18:22
Jæja, nýr borgarstjóri stendur í stórræðum á fyrstu dögum sínum í embætti. Nú er hann búinn að læra laxveiðar. Ég var nú reyndar að vona að hann myndi landa ísbirni. Ísbjörn var miklu ofar á loforðalistanum en lax. En kannski má til að byrja með setja lax í tjörn í húsdýragarðinum og leyfa börnunum að skoða hann. Það gæti nú verið heilmikið að dráttarafl fyrir húsdýragarðinn að auglýsa laxaskoðun og þá sérstaklega að hægt sé að skoða lax sem aðal átrúnaðargoðið, sjálfur Jón Gnarr, hefur veitt og fært húsdýragarðinum.
En þetta gekk allavega mjög vel hjá honum að opna Elliðaárnar og læra laxveiði. Nú er bara að vona að önnur embættisverk gangi jafn vel hjá honum þegar fram líða stundir.
Borgarstjóri veiddi lax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ánægjulegt að sjá svo óspilltan mann í þessum hefðbundnu veiðum borgarstjóra. Honum á örugglega eftir að ganga vel með önnur verk.
Ísbjörninn er líklega á fyrsta farrými hafíssins sem er á leið hingað? Ódýrasti ferðamátinn fyrir ísbjörn aðra leiðina?
Kapp er best með forsjá?
Hvað skyldu annars farrýmin og bröltið í kringum síðustu ísbirni hafa kostað? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.6.2010 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.