Ekki hissa þó löggubílnum hafi verið stolið.

Það er aldrei friður með nokkurn hlut á Akranesi, þarna er sífellt verið að stela öllu steini léttara og stundum þyngri hlutum líka. Það er einkenni á Skagamönnum að það fær enginn hlutur að vera í friði hjá þeim. Ef hlutir eru of ómerkilegir eða óhentugt að stela þeim þá er allavega reynt að skemma þá. Og það hefur hingað til ekkert gagn verið í að tilkynna lögreglunni á Akranesi um það sem stolið er. Hún finnur aldrei neitt. Þannig að ég er ekki hissa þó löggubílnum hafi verið stolið, það er frekar að ég furði mig á að þeir hafi fundið hann aftur.
mbl.is Viðamiklar aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru að sjálfsögðu allt staðreyndir sem þú er að setja fram þarna?

sindri (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Sindri og takk fyrir athugasemdina. Þetta er bara byggt á endurtekinni persónlegri reynslu. Þannig að hvað mig varðar þá eru þetta staðreyndir. En kannski hef ég verið óheppinn, það getur verið að aðrir hafi aðra reynslu.

Jón Pétur Líndal, 3.6.2010 kl. 12:22

3 identicon

"Þannig að ég er ekki hissa þó löggubílnum hafi verið stolið, það er frekar að ég furði mig á að þeir hafi fundið hann aftur."

AAAAAHAHAHAHA

gomul (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband