Þurfum að hafa sama gjaldmiðil fyrir laun og lán - Hættum að borga þangað til þetta er komið í lag!
2.6.2010 | 19:12
Það er einföld ástæða fyrir slæmri stöðu heimilanna. Hún er sú að á Íslandi er ekki í boði að taka lán í sama gjaldmiðli og notaður er til að greiða laun.
Oft hefur verið bent á að fólk eigi að hafa lánin sín í sama gjaldmiðli og tekjurnar, en á Íslandi er samt ekki boðið upp á þetta. Þú getur valið að taka gengistryggð lán eða verðtryggð lán. En gengistryggð laun eða verðtryggð laun eru hvergi í boði. Með því að hafa einn gjaldmiðil fyrir laun og aðra gjaldmiðla fyrir lán er nú verið að taka eignir þeirra sem tekið hafa lán af þeim. Það er verið að taka þessar eignir og færa þær inn í bankana.
Frá hruninu 2008 hafa laun almennt farið lækkandi, sumir eiga þó því láni að fagna að laun þeirra hafa staðið í stað en ekki lækkað og örfáir hafa séð launin hækka dálítið. En engir hafa séð launin hreyfast neitt í takti við lánin. Þau hafa hækkað gríðarlega, hvort sem þau eru gengistryggð eða verðtryggð. Það er í raun sáralítill munur á gengistryggingu og verðtryggingu því verðtryggingin endurspeglar gengisbreytingar eins og þær síast inn í verðlag innfluttra vara en gengistryggingin miðast beint við gengi gjaldmiðla á hverjum tíma. Munurinn er því ekki svo mikill á þessu tvennu. Og hvort tveggja er ekki í neinum tengslum við launin í landinu. Þau eru alltaf greidd í óverðtryggðum og ógengistryggðum krónum. Þau eru sem sagt greidd í öðrum gjaldmiðli en notaður er við útreikning lánanna.
Vegna þessa eru heimili sem skulda og aðrir skuldarar að fara í þrot hratt og örugglega. Ríkisstjórnin virðist halda að þetta stafi af almennum aumingjaskap og skilur ekki að það að bankarnir nota sérstakan gjaldmiðil þegar lán eru innheimt er það sem skapar vandann.
Það sem skuldarar ættu að gera allir sem einn er að hætta strax að borga af lánum sínum. Það hefur hvort sem er engan tilgang í þessari stöðu. Og það ætti ekki nokkur maður að vera svo vitlaus að greiða krónu af lánum fyrr en búið er að taka upp einn gjaldmiðil í landinu fyrir laun og lán og leiðrétta misvægið sem hefur verið að skapast undanfarið.
Staða heimilanna afar slæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki óeðlileg krafa að lán séu í sömu mynt og launin.
En þegar lánin voru tekin í erlendri mynt var það ekki gert af því að menn héldu að þeir myndu hagnast á því?
Ef menn hefðu hagnast, snérist umræðan þá núna um að menn vildu skila hagnaðinum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.6.2010 kl. 19:44
Sæll, jú menn héldu auðvitað að þeir myndu græða á að taka erlend/gengistryggð lán. En ég og fleiri sem tóku verðtryggð lán héldum að við værum að fara varlega með því að taka lán í sama gjaldmiðli og launin okkur eru. Báðir hópar höfðu rangt fyrir sér. En þeir sem ætluðu að græða fá nú lánalækkanir í verðlaun fyrir að hafa mistekist gróðabrallið. Við sem héldum að launakrónur og verðtryggðar krónur væri sami gjaldmiðill verðum bara að sitja uppi með tjónið úr því við vorum svo vitlausir að trúa þessu.
Jón Pétur Líndal, 2.6.2010 kl. 19:58
Þú hittir algerlega naglann á höfuðið. Þeir sem hafa hæst um að allir sem tóku gengistryggðu lánin hafi verið að taka áhættu með því að taka lán í öðrum gjaldmiðli en þeir fá laun í, gleyma að þeir sem tóku verðtryggð lán voru að gera nákvæmlega það sama.
Eini munurinn kannski að áhættan er aðeins meiri í lánum í erlendri mynt (þ.e. í hvorugri íslensku myntanna tveggja, krónu og verðtryggðri krónu.)
Ég tók ekki erlend lán, lagði aldrei í það (að undanskilinni yfirtöku á 500 þús. bílaláni) en skil vel þá sem voru búnir að fá ógeð á þessum glæpsamlegu vöxtum og verðtryggingu.
En ég hætti aldrei að furða mig á linkind flestra íslenskra lántakenda að vera ekki löngu búnir að rísa upp og gefa skít í þessi lán, sem hafa verið hækkuð stjórnlaust (bæði verðtryggð og gengistryggð lán.) Það er hvergi skrifað í skýin að lántakendur eigi að drepa sig fyrir aldur fram til að seðja blóðsugur fjármálakerfisins.
Theódór Norðkvist, 2.6.2010 kl. 20:31
Greiðsluverkfall er lausninn. þessar fjármálastofnanir skilja ekkert annað tungumál...
Óskar Arnórsson, 2.6.2010 kl. 20:38
Við hjónin yfirgáfum fávitahælið 1990 og fluttum í menninguna, einmitt út af þessari geðveiki, sem ætlar aldrei að taka enda. Eftir tvo mánuði á erlendri grund, kliptum við íslensku kredidkortin og höfum aldrei skuldað neinum neitt síðan. Það þarf bara viljann og smá skynsemi.
v (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 22:01
Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Þið elsku hjón sem fluttuð í menninguna, hvert fóruð þið, hvar er menningin? Segið okkur hvert við eigum að fara, það ratar enginn almennilega út úr þessu fangelsi hér. Við þurfum hjálp. HJÁLP!!
Jón Pétur Líndal, 2.6.2010 kl. 23:47
Ég flutti til Svíþjóðar og er að að byrja aftur. Ég hef verið það áður og það er stórskrítin tilfinning að allt kostar n´stum það sama og fyrir 8 árum þegar ég var hér síðast. Eiginleg ætti maður að fara að aðstoða efnahagslega flóttamenn frá Íslandi. Í Svíþjóð er Íslendingur "automatiskt" með miklu meiri réttindi vegna Norðurlandasamninga enn hann hefur í sínu heimalandi...
Óskar Arnórsson, 3.6.2010 kl. 00:08
Svíþjóð er landið sem við hjónin fluttum til á sínum tíma og er sú al skinsamlegasta ákvörðun sem við höfum gert. Að vísu vorum við ekki með neinn skuldahala og gátum þess vegna notið hverrar stundar. Aldrei yfirvinna ,ódýr matur (á okkar mælikvarða) miklu betra veðurfar og frítími fyrir sjálfan sig. Ef við værum ung í dag á Íslandi, færum við til Noregs strax í fyrramálið. Selja allt og byrja upp á nýtt. Ef eftir verður skuldahali, þá er hægt að semja, því launin eru miklu hærri og hægt að greiða upp skuldina með tíð og tíma. Eftir það, hversu langur tími sem það er, þá eruð þið FRJÁLS . Sá sem skuldar er ekki frjáls og skiptir þá engu máli hvar hann býr og gleymið 17. júní. Það er 17. maí.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 12:07
Sæl verið þið og takk fyrir athugasemdirnar. Ég trúi ykkur útflytjendum fullkomlega, þekki sjálfur nokkra sem hafa flutt út á undanförnum 2 árum og hafa svipaða sögu að segja. Og allir hafa þeir flutt til norðurlandanna eins og þið. En það sem mér þykir svo skrítið hér er að ríkisstjórnin þykist alltaf vera að reka þjóðfélagið að norrænni fyrirmynd, norræna velferðarkerfið og allt það. Samt er allt gjörólíkt hér við það sem er á hinum norðurlöndunum. Þannig að ríkisstjórnin veit annaðhvort ekkert hvað hún er að gera eða lýgur eins og hún er löng til um það sem hún er að gera.
Jón Pétur Líndal, 3.6.2010 kl. 12:27
Því miður. Rúmlega 300.000 íbúar og nánast 9 - 10 % atvinnuleysi, þá rekur engin velferðarkerfi af viti. Plús öll siðspillingin, sem hefur hrjáð þjóðina í áratugi.
Hefur þú nokkrar tölur um það , hversu margir fyrrverandi ráðherrar eru á eftirlaunum í dag og eftirlifandi ekkjur þeirra sem fallnir eru frá ( mér skilst að þær halda þeirra eftirlaunum) . Hversu háa upphæð greiða íslenskir skattgreiðendur í þessa hít í hverjum mánuði? Og annað. Hversu margir skattgreiðendur eru í Íslandi? Kveðja.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.