Bara einn trúður kosinn í borgarstjórn - Dagur B. Eggertsson.

Athyglisverðasta niðurstaða kosninganna í Reykjavík er að trúðurinn Dagur B. Eggertsson vann stórsigur með flokki sínum, Samfylkingunni og er í oddaaðstöðu við meirihlutamyndun í borginni. Dagur vill ekki vinna með Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokknum og þar með eru eftir tveir meirihlutamöguleikar við stjórn Borgarinnar. Besti flokkurinn og Samfylkingin eða Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Hvort sem ofaná verður þá verður Jón Gnarr auðvitað borgastjóri, því það er hans krafa komist hann í þá stöðu að mynda meirihluta. Dagur ætti að fá sér rósótta skyrtu og lita hárið rautt svo hann geti litið út eins og sá trúður sem hann í raun er.

Ég segi þetta nú svona því margir hafa gagnrýnt Besta flokkinn fyrir að vera með trúðslæti og að vera óhæfur til að stjórna borginni. En Dagur B. lítur greinilega ekki svo á miðað við yfirlýsingar sínar undanfarið þar sem hann hafnar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hefur stillt valkostunum þannig upp að útilokað er annað en að Besti flokkurinn verði aðili að næsta meirihluta í borginni.

En hvernig sem fer hljóta borgarbúar að vera ánægðir. Margir vildu Besta flokkinn eins og sést á glæsilegum kosningasigri flokksins, þeir fá það sem þeir óska sér, nýjan flokk og vonandi breytta tíma. Hinir, sem finnst þetta fíflagangur og vilja halda sig við hefðbundin stjórnmál í borginni, fá það framan í sig að Dagur B. er mesta fíflið sem náði kosningu í gær því hann neitar þeim hópi um að fá það sem þeir vilja.


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt hjá þér. Mesta fíflið er í viðtali hér. Augljóst að það vantar nokkrar perur í toppstykkið á þessum.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Ybbar gogg og takk fyrir að benda mér á þetta frábæra viðtal. Takk.

Jón Pétur Líndal, 30.5.2010 kl. 13:09

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Eiga að vera perur þar?

Jón Pétur Líndal, 31.5.2010 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband